Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Reykkofinn í Hrólfsgerði 2022. Í Hrólfsgerði var haldið hleðslu- námskeið og var leiðbeinandi Þorvaldur P. Hjarðar. Reykkofinn var gerður upp og er þessi mynd af honum og hópnum sem tók þátt í náminu. Á Hrólfsstöðum bíða mörg verkefni og því veitir ekki af að fjölga þeim sem kunna til verka.
Reykkofinn í Hrólfsgerði 2022. Í Hrólfsgerði var haldið hleðslu- námskeið og var leiðbeinandi Þorvaldur P. Hjarðar. Reykkofinn var gerður upp og er þessi mynd af honum og hópnum sem tók þátt í náminu. Á Hrólfsstöðum bíða mörg verkefni og því veitir ekki af að fjölga þeim sem kunna til verka.
Mynd / Ásdís Helga Bjarnadóttir
Líf og starf 15. febrúar 2023

Uppgerð húsa og söfnun örnefna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fljótsdalshreppur hefur tvö undanfarin ár unnið að uppgerð á gömlum útihýsum og einum gangnamannakofa.

Að sögn sveitarstjóra stendur til að halda verkefninu áfram og gera upp fleiri hús á næstu árum. Einnig er staðið að söfnun örnefna og upplýsinga um búsetuminjar í sveitarfélaginu.

Helgi Gíslason, sveitarstjóri Fljótsdalshrepps, segir að verkefnið eigi upptök sín í erindum Helga Hallgrímssonar náttúrufræðings til sveitarstjórnar þar sem hann brýnir Fljótsdælinga hressilega til verka við endurbætur á gömlum hlöðnum húsum sem til eru víðs vegar í dalnum.

Gangnamannakofinn í Fjallaskarði 2022. Fjölmargir komu að endurgerð gangnamannakofans í Fjallaskarði, hleðslumeistari, smiður, vélamenn og aðrir dugmiklir verkmenn Fljótsdælinga. Mynd / Helgi Gíslason

Reykhús, hlaða og gangnamannakofi

„Skemmst er frá því að segja að fyrir hvatningu Helga hefur verið ráðist í nokkur endurbótaverkefni á hlöðnum húsum síðustu árin og flest á síðasta ári og var að mestu lokið við að gera upp gangnamannakofann í Fjallaskarði.

Í Vallholti var ráðist í að gera upp reykhúsið á Hrólfsgerði og er það komið í notkun. Á Langhúsum var ráðist í endurbætur á kúahlöðunni. Hrakstrandarkofi hefur verið gerður upp. Þá er í undirbúningi endurgerð á Hálskofa undir Fellum og verulegt framfaraskref var tekið þegar ráðist var í að hlaða upp glæsilega umgjörð um sögustaði Valþjófsstaðar.

Áfram verður unnið að því að gera upp gamla íbúðarhúsið á Hrafnkelsstöðum, húsið á Þorgerðarstöðum og þess gætt að viðhalda Melarétt eins og kostur er,“ segir Helgi og bætir við að af nægu sé að taka í þessum málum og að vonandi hafi Fljótsdælingar þolgæði til að halda þessum verkum áfram.

Kúahlaðan á Langhúsum 2022. Baldur Pálsson er hleðslumaður á Langhúsum og stjórnar því verkefni. Með honum hefur verið Bjarki í Klúku. Veggir eru að mestu komnir í gott horf og þak bíður sumars. Hið fljótsdælska handverksfélag Droplaug heldur utan um verkefnið.

Örnefni og búsetuminjar

„Af öðrum málum þessu tengt langar mig að nefna að ráðist hefur verið í töluverða vinnu við að færa örnefni á verulegum hluta jarða Fljótsdals yfir á kortagrunn Landmælinga. Það verkefni er langt komið.

Fljótsdalshreppur á einnig samvinnu við Gunnarsstofnun, Rannsóknasetur HÍ á Austurlandi, Minjastofnun Íslands og Sagnabrunn ehf. og Fljótsdalshrepp um verkefni tengdu búsetuminjum í Fljótsdal en það er styrkt af Fljótsdalshreppi, Fornminjasjóði og Nýsköpunarsjóði.

Verkefnið er hafið og hefur töluverðu af upplýsingum og gögnum verið safnað, svo sem drónamyndum, ljósmyndum, hnitsetningum, upptökum af heimamönnum, örnefnatengingum og fleiru. Það hefur verið kynnt nokkuð víða og nú síðast í desember í sendiráðum Norðurlandanna í Berlín þar sem um 200 manns mættu,“ segir Helgi.

Meðalrétt 2022. Réttin er ein helsta rétt Austfirðinga. Mynd / Jóhann F. Þórhallsson.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...