Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil
Menning 20. september 2023

Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Út er komin bókin „Gleymd skáld og gamlar sögur – sagnaþættir úr Borgarfirði“ sem Helgi Bjarnason blaðamaður hefur tekið saman og gefið út.

Höfundur segir um efni bókarinnar að það sé gluggi inn í líf, störf og örlög Borgfirðinga á 19. öld og upp úr aldamótum 1900. 532 menn og konur komi við sögu og 125 býli í Borgarfirði séu nefnd og að auki 63 annars staðar.

Borgfirsk rímnaskál og hagyrðingar

Gerð er grein fyrir ævi nokkurra borgfirskra rímnaskálda og hagyrðinga og sagðar sögur af fleira fólki og forvitnilegum atburðum. Þá er farið með lesendur í hringferð um Borgarfjörð í kjölfar ljósmyndara úr hópi danskra landmælingamanna sem voru þar við mælingar og kortagerð árið 1910. Segir Helgi að í bókinni séu einstæðar ljósmyndir af fólki á nokkrum bæjum og stöðum og komið við í Heyholti, Svignaskarði, Stafholti, á Hamraendum, í Norðtungu, Víðgelmi, Deildartungu, Bæ í Bæjarsveit, við Hvítá og í Borgarnesi.

Bókin er í kiljuformi, 203 blaðsíður að stærð og er prýdd fjölda ljósmynda og teikninga. Hún er fáanleg hjá höfundi.

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...