Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil
Menning 20. september 2023

Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Út er komin bókin „Gleymd skáld og gamlar sögur – sagnaþættir úr Borgarfirði“ sem Helgi Bjarnason blaðamaður hefur tekið saman og gefið út.

Höfundur segir um efni bókarinnar að það sé gluggi inn í líf, störf og örlög Borgfirðinga á 19. öld og upp úr aldamótum 1900. 532 menn og konur komi við sögu og 125 býli í Borgarfirði séu nefnd og að auki 63 annars staðar.

Borgfirsk rímnaskál og hagyrðingar

Gerð er grein fyrir ævi nokkurra borgfirskra rímnaskálda og hagyrðinga og sagðar sögur af fleira fólki og forvitnilegum atburðum. Þá er farið með lesendur í hringferð um Borgarfjörð í kjölfar ljósmyndara úr hópi danskra landmælingamanna sem voru þar við mælingar og kortagerð árið 1910. Segir Helgi að í bókinni séu einstæðar ljósmyndir af fólki á nokkrum bæjum og stöðum og komið við í Heyholti, Svignaskarði, Stafholti, á Hamraendum, í Norðtungu, Víðgelmi, Deildartungu, Bæ í Bæjarsveit, við Hvítá og í Borgarnesi.

Bókin er í kiljuformi, 203 blaðsíður að stærð og er prýdd fjölda ljósmynda og teikninga. Hún er fáanleg hjá höfundi.

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...