Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á myndunum sjáum við hluta leikarahópsins, þau Dagbjörtu Hjartardóttur, Guðbjart Þorvarðarson, Guðbjörn Ásgeirsson, Guðmund Jensson, Katrínu Hjartardóttur, Lísu Dögg Davíðsdóttur, Regínu Ösp Ásgeirsdóttur, Sólveigu Bláfeld Agnarsdóttur og Halldóru Unnarsdóttur leikstjóra, en hér er verið að græja sviðið og fara yfir texta.
Á myndunum sjáum við hluta leikarahópsins, þau Dagbjörtu Hjartardóttur, Guðbjart Þorvarðarson, Guðbjörn Ásgeirsson, Guðmund Jensson, Katrínu Hjartardóttur, Lísu Dögg Davíðsdóttur, Regínu Ösp Ásgeirsdóttur, Sólveigu Bláfeld Agnarsdóttur og Halldóru Unnarsdóttur leikstjóra, en hér er verið að græja sviðið og fara yfir texta.
Mynd / Aðsendar
Menning 20. nóvember 2023

Bréf frá Önnu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélagið Lauga á Snæfellsbæ, stendur nú fyrir æsilegri morðgátu sem bæði kitlar hláturtaugarnar og fær hárin til að rísa.

Var leikfélagið endurreist í fyrra á stoðum Leikfélags Ólafsvíkur eins og frægt er orðið og muna glöggir lesendur eftir því að nafngiftin Lauga var til heiðurs Sigurlaugu Heiðrúnu Jóhannsdóttur heitinni, formanni Leikfélags Ólafsvíkur til margra ára.

Völdu leikhúsmenn að þessu sinni að fara alveg í öfuga átt við síðast, þegar gamanleikritið Sex í sama rúmi var sett í sýningu, og setja nú á svið „morðgátu“ sem þau staðfærðu og gerist í þeirra nærumhverfi á Snæfellsnesinu.

Leikstjóri að þessu sinni er Halldóra Unnarsdóttir en þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur svona verkefni að sér. Nafn leikritsins er Bréf frá Önnu og er eins og áður sagði morðgáta en með glettnu ívafi.

Sýningar verða að þessu sinni í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík og áætlað er að sýna fjórar sýningar.

Svipað og í fyrra munu leikhúsgestir njóta hæfileika leikara sem sumir hafa aldrei farið á svið og
annarra sem hafa mikla reynslu.

Þarna er frábær hópur á ferð sem hlakkar mikið til að taka á móti sýningargestum og valda þeim heilabrotum um hver morðinginn er ... alla sýninguna!

Frumsýning var 17. nóvember önnur. sýning 18. nóvember, og þriðja sýning verður 22. nóvember og sú fjórða áætluð þann 24. nóvember. Miða er hægt að nálgast hjá þeim Sóleyju í síma 848 1505 og Nönnu í síma 865 7491 en miðaverð er 3.900 og posi á staðnum. Og nú er bara að skella sér á miða sem fyrst!

Skylt efni: Leikfélagið Lauga

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...