Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gaman verður að sjá Fólkið í blokkinni á sviði Freyvangs. Þarna má sjá þau Karen Ósk Kristjánsdóttur, Svein Brimar Jónsson, Aðalbjörgu Þórólfsdóttur, Ingólf Þórsson, Helga Þórsson og svo sést glitta í hljómsveitarmeðlimi alla: Atla Rúnarsson, Bergsvein Þórsson, Björn Hreinsson og Bjarma Gunnarsson.
Gaman verður að sjá Fólkið í blokkinni á sviði Freyvangs. Þarna má sjá þau Karen Ósk Kristjánsdóttur, Svein Brimar Jónsson, Aðalbjörgu Þórólfsdóttur, Ingólf Þórsson, Helga Þórsson og svo sést glitta í hljómsveitarmeðlimi alla: Atla Rúnarsson, Bergsvein Þórsson, Björn Hreinsson og Bjarma Gunnarsson.
Menning 17. febrúar 2023

Fólkið í blokkinni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Meistarar Freyvangsleikhússins hafa nú tekið sér fyrir hendur gamanleikinn Fólkið í blokkinni eftir hinn sívinsæla Ólaf Hauk Símonarson.

Fjallar verkið um sprenghlægilegar, þó raunsannar sögur sem allir geta ímyndað sér sem einhvern tíma hafa verið búsettir í blokk. Ákveða íbúar blokkarinnar að setja upp söngleik þar sem þau sjálf eru í aðalhlutverkum og má nefna Hárfinn hárfína, forsvarsmann hljómsveitarinnar Sóna, sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn og hefur almennt allt á hornum sér.

Robbi húsvörður: Jón Friðrik Benónýsson, Valerí: Aðalbjörg Þórólfsdóttir auk Helga Þórssonar sem Hárfinns hárfína.

Skarpar og skemmtilegar mannlýsingar eru í hávegum hafðar og atburðarásin eftir því kostuleg. Formaður Freyvangsleikhússins, hún Jósý, Jóhanna Sigurbjörg Ingólfsdóttir, segir okkur að mikið stuð sé á sviðinu, hljómsveit og almennur hressleiki.

Frumsýningin verður þann 24. febrúar í Freyvangi og miðasala hjá tix.is og í síma 857-5598. Sýnt verður í átta skipti, klukkan 20.00, föstudaga og laugardaga frá frumsýningu þar til 18. mars næstkomandi og miðaverð er kr. 3500.

Skylt efni: freyvangsleikhús

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...