Fyrsta úthlutun úr Menningarsjóði
Menningarsjóður Rangársþings ytra var stofnaður nú fyrr á árinu, en markmið hans er að styrkja og efla menningarstarf sveitarfélagsins. Er styrkjum úthlutað tvisvar yfir árið, í júní svo og í nóvember. Eru ekki veittir styrkir til rekstrar, stofnana eða endurbóta heldur einstakra verkefna og er upphæð ákvörðunar áætluð með tilliti til fjárhagsáætlunar hvers árs.
Um helgina nú 11.–13. ágúst síðastliðinn héldu Rangæingar sína árlegu bæjarhátíð, Töðugjöldin, og við það tilefni fór í fyrsta skipti fram úthlutun úr menningarsjóðnum. Var það Leikfélag Rangæinga sem fengu alls 250 þúsund krónur og má nærri geta að sú upphæð gagnist þeim vel, enda á pallborðinu að setja upp leikrit nú í vetur. Bændablaðið óskar þeim hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna.