Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hryssan Eldur
Menning 27. nóvember 2023

Hryssan Eldur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Björk Jakobsdóttir er höfundur nýrrar barnabókar sem kemur í beinu framhaldi af sögu hennar Hetju frá í fyrra.

Björk Jakobsdóttir

Segir í kynningu að Eldur sé æsispennandi saga um vinkonurnar Hetju og Björgu. „Hetja er fræg hryssa og Björg, nýorðin 16 ára, er ánægð að vita af henni í sveit undir Eyjafjöllum en þegar gýs í jöklinum hefst örvæntingarfull leit að Hetju og fleiri hrossum.“

Björk er auk þess að vera rithöfundur, leikkona og leikstjóri mikil hestakona. „Þetta er samtímasaga um börn og íslenska hestinn. Það er svo verðmætt að fjalla um þennan þarfasta þjón okkar, við værum ekki hér ef íslenski hesturinn hefði ekki dregið okkur gegnum móðuharðindin,“ segir hún.

Björk segist vera sveitastelpa, hún hafi verið öll sumur í sveit frá því hún var 6 ára, m.a. í Vatnsdal í A-Hún. hjá Grími Gíslasyni heitnum sem flutti ódauðlegar veiðifréttir í útvarpi.

Hún hefur unnið í um 30 ár sem leiðsögukona í hestaferðum. „Ég er ekki endilega mikið í keppnishestamennsku en mikið með stóði,“ segir hún og lætur vel af því að skrifa um íslenska hestinn og væntumþykju unglingsins til skepnunnar. Sagan sé byggð á hennar eigin hestum. JVP gefur út.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...