Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Litla hryllingsbúðin
Menning 28. september 2023

Litla hryllingsbúðin

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Hveragerðis er eitt fyrsta, nú með haustinu, að bjóða leikhúsunnendum að fá sér sæti, en ætlunin er að gleðja áhorfendur með söngleiknum heimsfræga, Litlu hryllingsbúðinni.

Prufur hófust strax í byrjun júní og var fljótlega skipað í hlutverkin. Unnu leikarar ötullega að því yfir sumarið að læra textann sinn og hófust æfingar á fullu í ágúst, enda gleði og tilhlökkun í mannskapnum.

Söngleikurinn Litla hryllingsbúðin, sem gerður var eftir samnefndri kvikmynd frá árinu 1960 (og svo aftur árið 1986) hefur verið margverðlaunaður og sýndur víða um heiminn. Gaman er að segja frá því að af söngleikjum sem sýndir hafa verið í hvað lengstan tíma samfellt var Litla hryllingsbúðin í þriðja sæti, en hann var m.a. sýndur í rúm 2.200 skipti í Orpheum leikhúsi New York- borgar frá árinu 1982.

Litla hryllingsbúðin fjallar um uppburðarlítinn ungan mann að nafni Baldur sem vinnur í blómabúð ásamt henni Auði sem honum finnst mjög sæt. Auður á þó kærasta, leðurklædda tannlækninn og sadistann sem nýtur þess að beita hana ofbeldi. Eins og þeir sem þekkja söguna, endar sá kauði í kjafti mannætublóms sem Baldur keypti óvart og áætlaði að selja í búðinni. Blómið sem Baldur nefndi Auði II vex og dafnar, en honum að óvörum hefur hún skyndilega upp mál sitt.

Hið innra eðli hennar kemur þá skjótt fram, en Baldri til skelfingar nærist Auður II helst á fersku mannakjöti ...

Mörg þekkt lög eru í söngleiknum og þekktustu lögin á Íslandi eru eflaust Þú verður tannlæknir og Gemmér (í þýðingu Megasar).

Hefjast sýningar Litlu hryllingsbúðarinnar í byrjun október og sýnt verður í Leikhúsinu í Hveragerði að Austurmörk 23. Miðaverðið er 3.900 krónur en miðasala á tix.is verður auglýst síðar.

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...