Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hrefna Sigurðardóttir, Ýr Jóhannsdóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir.
Hrefna Sigurðardóttir, Ýr Jóhannsdóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir.
Mynd / Sunna ben
Menning 23. nóvember 2023

Pítsustund verk ársins

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Veitt voru verðlaun í þremur flokkum á Hönnunarverðlaunum Íslands 9. nóvember síðastliðinn.

Pítsustund var sigurvegari í flokknum verk ársins. Það var gjörningur haldinn á HönnunarMars 2023 í samstarfi Fléttu og Ýrúrarí. Opnaður var pítsustaður þar sem þæfðar voru ullarpítsur í sérstakri þæfingarvél.

Efniviðurinn var afgangsull frá íslenskum ullariðnaði sem annars hefði verið fargað. Ullarpítsurnar voru seldar eins og venjulegar pítsur, þar sem kaupendur völdu álegg af matseðli og biðu á meðan pöntunin var þæfð. Í umsögn dómnefndar segir að Pítsustund hafi verið „frumlegt og gott dæmi um það hvernig hönnun getur vakið fólk til umhugsunar um ábyrgð þess á umhverfinu með skemmtilegum og áhugaverðum hætti“.

Á bak við Ýrúrarí stendur Ýr Jóhannsdóttir og á bak við Fléttu standa Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir. Þær síðarnefndu unnu jafnframt verðlaun fyrir Loftpúðann í flokknum vara ársins.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...