Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hrefna Sigurðardóttir, Ýr Jóhannsdóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir.
Hrefna Sigurðardóttir, Ýr Jóhannsdóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir.
Mynd / Sunna ben
Menning 23. nóvember 2023

Pítsustund verk ársins

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Veitt voru verðlaun í þremur flokkum á Hönnunarverðlaunum Íslands 9. nóvember síðastliðinn.

Pítsustund var sigurvegari í flokknum verk ársins. Það var gjörningur haldinn á HönnunarMars 2023 í samstarfi Fléttu og Ýrúrarí. Opnaður var pítsustaður þar sem þæfðar voru ullarpítsur í sérstakri þæfingarvél.

Efniviðurinn var afgangsull frá íslenskum ullariðnaði sem annars hefði verið fargað. Ullarpítsurnar voru seldar eins og venjulegar pítsur, þar sem kaupendur völdu álegg af matseðli og biðu á meðan pöntunin var þæfð. Í umsögn dómnefndar segir að Pítsustund hafi verið „frumlegt og gott dæmi um það hvernig hönnun getur vakið fólk til umhugsunar um ábyrgð þess á umhverfinu með skemmtilegum og áhugaverðum hætti“.

Á bak við Ýrúrarí stendur Ýr Jóhannsdóttir og á bak við Fléttu standa Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir. Þær síðarnefndu unnu jafnframt verðlaun fyrir Loftpúðann í flokknum vara ársins.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...