Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Juraj Hubinak, dramatúrg og doktor í sviðslistum, ólst upp í Slóvakíu en býr nú á Flateyri þar sem hann hefur nýverið opnað stafræna markaðsstofu.
Juraj Hubinak, dramatúrg og doktor í sviðslistum, ólst upp í Slóvakíu en býr nú á Flateyri þar sem hann hefur nýverið opnað stafræna markaðsstofu.
Menning 12. september 2023

Þórbergur kveikjan að nýsköpun á Vestfjörðum

Höfundur: Ingibjörg Rósa Björnsdóttir.

Eigandi Hnappsins, Juraj Hubinak, þekkir af eigin raun hvernig er að hasla sér völl sem einyrki úti á landi en hann flutti til Flateyrar árið 2020.

Áður hafði hann unnið hjá stórum auglýsinga- og markaðs- stofum í Evrópu, við stór vörumerki á borð við Johnnie Walker og Tesco. „Það voru dálítil viðbrigði, sérstaklega þar sem þetta var um hávetur og í upphafi heimsfaraldursins,“ segir Juraj og hlær að minningunni.

Hann var þó alls ekki ókunnur Íslandi því hann flutti til Reykjavíkur í september 2014 en það hafði lengi verið draumur hans að koma til Íslands. „Ég hafði verið heillaður af Íslandi og íslenskri menningu frá því ég var tíu ára og las Steinarnir tala eftir Þórberg Þórðarson.“

Það var þó ekki lenska að barnaskólabörn í Slóvakíu læsu Þórberg Þórðarson en Juraj var mikill lestrarhestur og fór oft á bókasafnið í sínum heimabæ. Þegar hann var orðinn tíu ára fannst honum hallærislegt að fara í barnabókadeildina og vildi uppgötva eitthvað nýtt. „Svo ég sagði við bókasafnsvörðinn: Ég vil lesa bók sem enginn annar hefur lesið!“ Á þessum tíma var hægt að sjá á bókasafnsspjöldum aftast í bókunum hvort einhver hefði tekið þær að láni og það tók hana eina viku að finna tvær bækur sem enginn hafði lesið. „Ég valdi Steinarnir tala því hún var nokkuð þunn,“ segir Juraj og brosir, en svo varð hann uppnuminn við lesturinn.

Áhugamaður um allt íslenskt

„Sagan er náttúrlega skrifuð út frá sjónarhorni annars lítils stráks en sá bjó í íslenskri sveit á meðan ég bjó í borg, umkringdur háum steinsteypublokkum og malbikuðum götum, svo þessi heimur heillaði mig mikið enda alveg frábærar lýsingar á ósnortinni náttúru Suðursveitar,“ segir Juraj. Þegar hann skilaði bókinni rétti bókasafnsvörðurinn honum aðra íslenska bók, Brekkukotsannál eftir Laxness, og eftir það varð ekki aftur snúið, hann las allar íslenskar bækur sem hann komst yfir en á þeim tíma hafði ötull þýðandi í Slóvakíu snúið mörgum íslenskum skáldverkum á móðurmál Jurajs. Hann varð mikill áhugamaður um allt sem íslenskt er, valdi sér alltaf eitthvað tengt Íslandi til að læra og skrifa um í skólanum, horfði á og hvatti Völu Flosadóttur á Ólympíuleikunum í Sydney og hlustaði á Sigur Rós og Björk, en þeirri síðarnefndu hafði hann reyndar fallið fyrir löngu áður en hann komst að því að hún væri íslensk.

Árið 2012, þegar Juraj var 29 ára, missti hann móður sína eftir stutt veikindi og segist hafa ákveðið eftir það að láta drauma sína rætast. „Hana hafði alltaf langað til Parísar en aldrei látið verða af því. Ég sá að lífið er stutt og ákvað því að láta minn draum rætast, sagði upp vinnunni og flutti til Reykjavíkur.“

Það var þó ekki eins auðvelt fyrir Juraj að komast inn í samfélagið þar eins og hann hafði búist við. Hann er menntaður dramatúrg og með doktorsgráðu í sviðslistum, með mikla reynslu úr leikhúsi og sjónvarpi og sérhæfingu í brúðuleik fyrir fullorðna. Áður en hann flutti til Íslands hafði hann kennt við listaháskóla í Bratislava, unnið fyrir Sacchi & Sacchi auglýsingastofuna og ritstýrt eina leikhústímariti Slóvakíu. En á Íslandi þótti honum erfitt að komast inn í atvinnulífið, þ.e. í starf sem hæfði hans menntun.

Hreiðruðu um sig á Flateyri

„Ég sendi yfir 300 tölvupósta en fékk einungis 12 svör,“ segir hann og tók því þá erfiðu ákvörðun, eftir þrjá mánuði, að yfirgefa landið aftur, en viti menn, daginn eftir kynntist hann ungum manni, Eyjólfi Karli, sem í dag er sambýlismaður hans. „Við vildum láta reyna á sambandið og ég ákvað að fresta brottförinni. Stuttu síðar fékk ég starf sem bréfberi og undi því vel, fékk heilmikla útivist og hreyfingu og gat borgað leigu og reikninga en auðvitað langaði mig að starfa við mitt áhugasvið, eftir að hafa aflað mér allrar þessarar menntunar.”

Stór og ánægjuleg skref

Þegar Juraj bauðst starf við markaðsstofu í Prag flutti Eyjólfur með honum út, fór í nám í tékknesku og þeir tóku að sér hundinn Skugga. Juraj segir þá hafa átt gott líf í nokkur ár í Prag en langað til að eignast eigið húsnæði. Það hafi ekki verið hlaupið að því þar sem fasteignaverð hafi verið á miklu skriði í Tékklandi og víðar í stórborgum Evrópu, svo að þeir hófu að líta til Íslands.

„Og duttum niður á stórt hús á Flateyri sem við höfðum vel efni á, keyptum það óséð og fluttum þangað án þess að hafa nokkru sinni komið til Flateyrar áður! Húsið þarfnaðist reyndar lagfæringar, og talsvert meiri lagfæringar en við höfðum gert okkur grein fyrir, svo við höfum verið að gera það upp smátt og smátt,“ segir Juraj, sem fljótlega fékk starf við Lýðskólann á Flateyri og Eyjólfur er orðinn vetrarumsjónarmaður Vagnsins.

Þeir una því hag sínum mjög vel í litla þorpinu á Vestfjörðum og þar sem Juraj fór að taka að sér markaðsverkefni fyrir smærri aðila á svæðinu, ákvað hann að taka stökkið og stofna eigið fyrirtæki, Hnappinn. „Landsbyggðarfólk tekur aðfluttum mjög vel, þau sýna þér áhuga, kunna að meta þína menntun og reynslu og spá í hvernig það getur nýst samfélaginu. Þau vilja að þér líði vel og gangi vel að aðlagast og það er ekki síst því að að þakka að Hnappurinn varð að veruleika.“

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...