Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þórhildur Ólafsdóttir.
Þórhildur Ólafsdóttir.
Menning 27. nóvember 2023

„... hvernig fer maður að því að ráða við sorgina?“

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Þórhildur Ólafsdóttir fæddist á Hvammstanga árið 1953, nam franskar bókmenntir og málvísindi í Frakklandi og er doktor frá Orléans- háskóla. Síðar var hún lektor og dósent í frönsku við Háskóla Íslands. Frá árinu 1988 hefur Þórhildur búið í Strasbourg í Frakklandi þar sem hún í um kvartöld stjórnaði og starfaði í ýmsum deildum Evrópuráðsins sem viðkoma m.a. jafnréttismálum, mannréttindum, lýðræðiskennslu og æskulýðsmálum.

Hún sendi frá sér bókina Efndir árið 2021. Þar sest sögupersónan, sveitastúlkan Elísabet, að á yfirgefnu býli foreldra sinna á norðlensku nesi (Vatnsnesi?), eftir margra ára búsetu í Frakklandi. Svipir fortíðar sækja þar að henni, formæður og forfeður birtast henni ljóslifandi og gamlir búskaparhættir speglast inn í söguna.

Þórhildur er einnig höfundur ljóðabókarinnar Spegilflísa (Skriða, 2020) og þýddi úr tyrknesku bókina Memed mjói e. Yashar Kemal (MM, 1985). Birst hafa eftir hana ljóð í Tímariti MM og smásögur þýddar úr tyrknesku og frönsku í tímaritum auk þess sem hún gerði nokkra útvarpsþætti um franskar bókmenntir.

„... Hún kom kjagandi með þvott í bala, það rauk af heitum þvottinum og ég sá að hún var svolítið þreytt og ergelsisleg á svipinn, balinn var áreiðanlega of þungur fyrir hana. ... Langamma fór strax að skola sápuna úr heita þvottinum, dengdi þvottinum út í hylinn og velti honum þar fram og aftur svo sápan rann niður lækinn. Ég settist og horfði á hana skola æfðum höndum, hlustaði á skvampið í læknum þegar hún velti hvítum lökum og sængurverum í hylnum, sá að hendur hennar voru orðnar rauðar af kuldanum eða kannski af heitu vatninu sem hún var að þvo lökin úr rétt áður. Það var ró yfir langömmu, í þessu húmi, þetta lognmjúka kvöld, kannski var hún að nota tímann og kyrrðina þegar allir voru sofnaðir, ég leit heim að bænum og sá að hann var horfinn og gamli bærinn sem ég hafði aldrei séð nema á mynd kominn í hans stað, fjórir stafnar hans vísuðu í suður og allt var svo hljótt. „Langamma“ missti ég út úr mér áður en ég vissi af, „hvernig fer maður að því að ráða við sorgina?...“. (bls. 57)

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...