Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
„Yndislegust ert þú enn Búkolla ...“
Menning 31. október 2023

„Yndislegust ert þú enn Búkolla ...“

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Vilborgu Dagbjartsdóttur.

Vilborg Dagbjartsdóttir.

Vilborg fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð árið 1930 og lést haustið 2021 í Reykjavík þar sem hún bjó lengstum. Hún var kennaramenntuð og nam einnig bókasafnsfræði. Hún starfaði sem kennari og rithöfundur og skrifaði mjög mikið og þýddi fyrir börn. Hún orti einnig fjölda ljóða sem hafa birst á bókum og í blöðum og tímaritum hérlendis og erlendis og var með fyrstu íslensku konum til að skrifa módernísk ljóð. Sögur og ljóð Vilborgar hafa lengi notið mikillar og almennrar hylli og lifa góðu lífi meðal ungra og eldri lesenda.

Ljóðasafn frá 2015 hefur að geyma allar ljóðabækur Vilborgar, frumsamin ljóð og þýdd og nokkur áður óbirt ljóð. Á baksíðu safnsins segir að hún „yrki á frjálsu, nútímalegu ljóðmáli og kjör og reynsla kvenna og barna verði henni oft að yrkisefni“. Stríð, friður, trú og náttúra eru henni jafnframt hugleikin.

Vilborg var ein frumkvöðla Rauðsokkahreyfingarinnar, var lengi í stjórn Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna og sat m.a. í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundafélags Íslands og Rithöfundasambands Íslands. Hún var sæmd hinum ýmsu verðlaunum fyrir ritstörf sín, sem og fálkaorðunni og heiðursverðlaunum IBBY fyrir störf í þágu barna. Vilborg var gift Þorgeiri Þorgeirsyni rithöfundi.

Nafngift

Hún kom á vordegi

Í glaða sólskini
leiddi pabbi hana
heim túnið

Við fögnuðum henni öll
þar sem hún stóð

í grænkandi hlaðvarpanum

Svo ung
svo falleg
og rauð

Kolla – Rauðkolla
Kusa-kusa-kus!

Hrópuðum við
hvert í kapp við annað
Vildum gefa henni nafn

Þá gekk mamma til hennar
og strauk henni yfir malirnar
lengi og blíðlega

Þögnin varð djúp

Mamma horfði yfir hópinn
geislandi augum

og mælti:

Ekki rauð
heldur gullin logagyllt
eins og sóley í túni

Sóley skal hún heita

Ástarjátning
Landbúnaðarráð-
herrann laut niður,
kyssti votar granirnar

og hvíslaði blítt:
Yndislegust ert þú enn
Búkolla mín kær

Birtan í kirkjunni

Í litlu sveitakirkjunni
er ekkert skraut
engar myndir
ekki einu sinni altaristafla
heldur ferkantaður gluggi
með einni rúðu
yfir altarinu

Á sumrin innrammar
hann fífilbrekku
um vetur þyrlar skafrenningurinn
kófinu upp á rúðuna

Birtan í kirkjunni
er köld og hrein
eins og guð

Úr Ljóðasafni Vilborgar Dagbjartsdóttur, JPV útgáfa, 2015.

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...