Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Maríanna Eva Ragnarsdóttir og Garðar Valur Gíslason á Stórhóli.
Maríanna Eva Ragnarsdóttir og Garðar Valur Gíslason á Stórhóli.
Fréttir 15. desember 2023

Ásættanlegar bótagreiðslur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Skorið var niður fé á bænum Stórhóli í Húnaþingi vestra á fimmtudaginn, vegna riðutilfellis sem þar greindist í haust.

Hafa bændur undirritað samning við matvælaráðuneytið um bætur, þar sem gert er ráð fyrir ræktunaráætlun á nýjum stofni með verndandi arfgerðir gegn riðu.

Rúmlega hundrað kindur voru arfgerðagreindar á bænum með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðusmiti og var því hlíft við niðurskurðinum, samkvæmt nýrri nálgun í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé.

Hærri afurðatjónsbætur

Að sögn Garðars Vals Gíslasonar, bónda á Stórhóli, var sett upp ræktunaráætlun í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem var skilyrði fyrir því að hægt væri að hlífa þessum kindum og byggja upp nýjan stofn með verndandi arfgerð. „Við erum sátt við niðurstöðuna, það er mikill munur á samtalinu við ráðuneytið nú og þegar við lentum í riðu í desember 2006 þegar allri hjörðinni var fargað, sem var um 550 fjár.

Við fáum nú afurðatjónsbætur til lengri tíma en bara tveggja ára til að standa straum af uppbyggingu á nýjum stofni á meðan það ferli er í gangi, en þær bætur lækka í samræmi við stærri bústofn og aukna framleiðslu á bænum.“

Heimilt að aflétta einangrun eftir tvö ár

Á meðan uppbyggingin stendur yfir eru í gildi takmarkanir, til að mynda þarf allt fé sem hlíft var undan niðurskurði að vera innan fjárheldra girðinga á bænum í allt að sjö ár frá niðurskurði. Enda er skylt að rækta upp hjörðina á þessum sjö árum með það að markmiði að hún verði ónæm fyrir riðu.

Þrátt fyrir sjö ára takmörkunartíma er Matvælastofnun heimilt að aflétta einangrun þegar 75 prósent hluti hjarðarinnar ber hina verndandi ARR/ ARR­arfgerð og afgangurinn er með verndandi samsætu og mögulega verndandi samsætu í arfgerðinni. Þó aldrei fyrr en að tveimur árum liðnum frá niðurskurði og að önnur skilyrði hafi verið uppfyllt.

Bændur þurfa að standa skil á upplýsingagjöf til Matvælastofnunar og leyfa sýnatökur á bænum.

Veittur er stuðningur við kaup á fé með verndandi arfgerð og á meðan uppbyggingu stendur.

Vegna hinnar nýju nálgunar er slakað á kröfum um tiltekin atriði hreinsunar og niðurrifs í fjárhúsum, þó bændurnir þurfi að hlíta ströngum reglum varðandi þrif og sótthreinsun.

Skylt efni: riða | Stórhóll

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...