Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bakslag í sölu á íslenskum tómötum í júní
Fréttir 4. ágúst 2017

Bakslag í sölu á íslenskum tómötum í júní

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverður samdráttur var í sölu á íslenskum tómötum í júní síðastliðnum. Ástæða samdráttarins er rakin til opnunar Costco.

Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir að greinlegur og talsvert mikill samdráttur hafi orðið í sölu á tómötun í júní í kjölfar opnunnar á Costco.

Hitti á slæman tíma

„Það var tjón í júní og framleiðendur þurftu að farga hluta af framleiðslunni án þess að ég viti hversu mikið magnið var. Við hjá Sölufélagi Garðyrkjumann fundum greinilega fyrir niðursveiflunni sem hófst í kjölfar opnunar Costco. Það hitti þannig á að þeir opnuðu á sama tíma og við vorum að taka toppinn í magni og hitti því illa á fyrir okkur. Salan hefur snúist aftur til betri vegar í júlí og sala á íslenskum tómötum hefur aukist.“

Eins og greint var frá í síðasta Bændablaði er Costco ekki með íslenskt grænmeti til sölu í sinni búð. Gunnlaugur segist ekki eiga von á öðru en að íslenskt grænmeti verði á boðstólum í Costco áður en langt um líður. „Þeir hafa alveg sýnt vilja til að skoða það,“ segir hann.

Um 30% samdráttur í sölu

Páll Ólafsson, hjá garðyrkjustöðinni Hveravöllum í Reykjahverfi sem er með stærstu tómataframleiðendum á landinu, segir að hann hafi fundið fyrir talsverðum samdrætti í tómatasölu í júní.
„Salan var fremur róleg og líklega að meðaltali um 30% samdráttur ef miðað er við sama tíma í fyrra.

Tómatar sem ekki seljast ferskir eru frystir og notaðir í tómat- og pastasósur og þrátt fyrir að verðið fyrir umframtómatana sé lágt er það betra enn að henda þeim. Mér skilst að salan sé að glæðast aftur og vonandi nær hún jafnvægi fljótlega,“ sagði Páll Ólafsson.

Skylt efni: tómatar | sala | Costco

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...