Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Búfé fjarlægt frá Nýjabæ 2
Fréttir 21. nóvember 2022

Búfé fjarlægt frá Nýjabæ 2

Höfundur: Vilmundur Hansen

Með aðstoð Lögreglu á Vesturlandi hefur Mast fjarlægt alla nautgripi af bænum Nýjabæ 2 í Borgarfirði vegna umhirðuleysis. Hvorki um harðýðgi né svelti að ræða að sögn yfirdýralæknis.

Sigurborg Daðadóttir.

Búið er að fjarlægja alla nautgripi af Nýjabæ í Borgarfirði. Áður var búið að fjarlægja sauðfé. Nær öllum kvígum og kúm var ráðstafað til lífs en nautum var slátrað.

Sigurborg Daðadóttir, yfir­dýralæknir hjá Mast, segir að samfélagsmiðlar hafi farið mikinn í þessu máli og margar staðhæfingar sem settar hafa verið fram rangar. „Við hjá Mast höfum reynt að leiðrétta rangar fullyrðingar en þar sem við megum ekki tjá okkur um einstök mál er það erfitt.“

Hvorki harðýðgi né svelti

„Ástæða vörslusviptingarinnar er hvorki harðýðgi né svelti heldur er hér á ferðinni almennt umhyggju­ og umhirðuleysi, svo sem vanfóðrun sem er annað en svelti.

Dýrin hafa ekki fengið að njóta þess aðbúnaðar og réttinda sem þeim ber og á að vera tryggð samkvæmt lögum.“

Að sögn Sigurborgar hefur komið fram í fjölmiðlum að gripirnir hafi verið fóður­ og vatnslausir í lengri tíma en það sé rangt.

„Ástæðan fyrir aðgerðum Mast er fyrst og fremst vegna þess að fullreynt er að ná fram fullnægjandi úrbótum með vægari aðgerðum og sýnt þykir að vöntun er á hæfni og getu ábúenda til að halda búfé.“

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...