Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind sem kom frá nágrannabænum Bergsstöðum sem gjafagimbur haustið 2020.

Þetta eru lokaniðurstöður sem Matvælastofnun hefur birt tilkynningu um. Niðurskurður á rúmlega 700 fjár var fyrirskipaður á Urriðaá vegna þessarar kindar. Bráðabirgðaniðurstöður úr greiningum sýna frá Bergsstöðum benda til þess að tæplega átta prósent hjarðarinnar þar hafi verið smituð.

Kom ekki á óvart

Dagbjört Diljá Einþórsdóttir, bóndi á Urriðaá, segir að þetta hafi ekki komið þeim á óvart. „Við reyndum að berjast ásamt öllum sveitungunum okkar við að stöðva niðurskurð. Okkur grunaði að smitið hefði ekki náð lengra en að Bergsstöðum. En það var ekkert hlustað á okkur. Okkur finnst þetta bara grátleg staða, fórna þessum góða stofni og svo finnst ekki ein kind smituð frá Urriðaá.

Nú stefna þeir á að aflífa sölufé frá bænum um miðjan júní þó öll okkar sýni hafi verið neikvæð. Okkur finnst þetta algjörlega galin vinnubrögð hjá Matvælastofnun.

Yfir helmingurinn af fénu sem við höfum selt frá Urriðaá hefur aldrei komist í kynni við þessa sem við áttum frá Bergsstöðum. Þessir gripir voru allir seldir áður en sú kind kom í fjárhúsin hjá okkur,“ segir hún.

Margra ára meðgöngutími

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að meðgöngutími riðuveiki sé mörg ár og oftast ekki hægt að greina smitefnið í heilasýnum fyrr en mörgum árum eftir að kindin smitast. Niðurstöðurnar þýði ekki að engar af kindunum hafi verið smitaðar, aðeins að smitefnið hafi ekki greinst.

Matvælastofnun minnir bændur á að gera viðvart ef þeir verða varir við einkenni í fé sem geta bent til riðu eða ef fé hjá þeim drepst af óþekktum orsökum.

Skylt efni: Riðuveiki | riða | Urriðaá

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...