Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind sem kom frá nágrannabænum Bergsstöðum sem gjafagimbur haustið 2020.

Þetta eru lokaniðurstöður sem Matvælastofnun hefur birt tilkynningu um. Niðurskurður á rúmlega 700 fjár var fyrirskipaður á Urriðaá vegna þessarar kindar. Bráðabirgðaniðurstöður úr greiningum sýna frá Bergsstöðum benda til þess að tæplega átta prósent hjarðarinnar þar hafi verið smituð.

Kom ekki á óvart

Dagbjört Diljá Einþórsdóttir, bóndi á Urriðaá, segir að þetta hafi ekki komið þeim á óvart. „Við reyndum að berjast ásamt öllum sveitungunum okkar við að stöðva niðurskurð. Okkur grunaði að smitið hefði ekki náð lengra en að Bergsstöðum. En það var ekkert hlustað á okkur. Okkur finnst þetta bara grátleg staða, fórna þessum góða stofni og svo finnst ekki ein kind smituð frá Urriðaá.

Nú stefna þeir á að aflífa sölufé frá bænum um miðjan júní þó öll okkar sýni hafi verið neikvæð. Okkur finnst þetta algjörlega galin vinnubrögð hjá Matvælastofnun.

Yfir helmingurinn af fénu sem við höfum selt frá Urriðaá hefur aldrei komist í kynni við þessa sem við áttum frá Bergsstöðum. Þessir gripir voru allir seldir áður en sú kind kom í fjárhúsin hjá okkur,“ segir hún.

Margra ára meðgöngutími

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að meðgöngutími riðuveiki sé mörg ár og oftast ekki hægt að greina smitefnið í heilasýnum fyrr en mörgum árum eftir að kindin smitast. Niðurstöðurnar þýði ekki að engar af kindunum hafi verið smitaðar, aðeins að smitefnið hafi ekki greinst.

Matvælastofnun minnir bændur á að gera viðvart ef þeir verða varir við einkenni í fé sem geta bent til riðu eða ef fé hjá þeim drepst af óþekktum orsökum.

Skylt efni: Riðuveiki | riða | Urriðaá

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...