Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gimsteinn frá Þernunesi.
Gimsteinn frá Þernunesi.
Mynd / Þernunes
Fréttir 28. janúar 2022

Gimsteinn frá Þernunesi ber nafn með rentu

Höfundur: smh

Gimsteinn frá Þernunesi ber svo sannarlega nafn með rentu. Ekki aðeins vegna þess að hann er fyrsti hrútur Íslands með hina viðurkenndu verndandi arfgerð ARR gegn riðu, heldur líka vegna þess að hann finnst innan um „hörkufé á góðu kynbótabúi“, eins og Eyþór Einarsson, sauð­fjár­ræktarráðunautur hjá Ráð­gjafar­miðstöð landbúnaðarins, kallar Þernunes.

Þernunes í Reyðarfirði. Mynd / Valdís Hermannsdóttir

Eyþór segir Gimstein 21-001 sterkættaðan hrút með góða kynbótaspá; gerð: 116, fita: 98, frjósemi: 102 og mjólkurlagni: 105.

„Faðir hans er kaupahrútur frá hinu landsþekkta kynbótabúi Melum í Árneshreppi. Sá hrútur heitir Kubbur 20-004 og er vel gerður einstaklingur en hann var stigaður upp á 87 stig. Kubbur var með mjög góða útkomu í Þernunesi eftir haustið en hann átti 63 afkvæmi með sláturupplýsingar og stendur þar efstur hrúta fyrir gerð. Meðalþungi afkvæmanna var 18,7 kg, gerðin 11,3 og fitan 7,6,“ segir Eyþór.

Kynbótamat Kubbs er að sögn Eyþórs eftirfarandi; gerð: 120, fita: 95, frjósemi: 99 og mjólk: 105.

Móðirin mikil efniskind

Móðir Gimsteins, Katrín 20-071, er að sögn Eyþórs ung að árum en um mikla efniskind sé að ræða sem einnig sé með gott kynbótamat; gerð: 111, fita: 101, frjósemi: 105 og mjólkurlagni: 105.

„Gimsteinn fær ARR arfgerðina frá henni og hún hefur fengið hana frá Hallgerði 17-753, móður sinni. Síðan er hugsanlegt að Hallgerður fái arfgerðina frá Skarphéðni 16-013, föður sínum, en hann er sonur Njálu 13-301 og er sú kind jafnframt móðir alsystranna Njálu-Brennu 17-717 og Njálu-Sögu 17-718 sem báðar hafa ARR. Ef Njála gefur ARR, þá er þetta komið frá Kambi í Reykhólasveit – en þaðan var Njála fengin í Þernunes. Út frá Njálu er sterkur ættbogi í Þernunesi sem virðist hafa reynst feikivel.

Ekki er þó hægt að útiloka að ARR arfgerðin liggi í gömlum heimaættum í Þernunesi,“
segir Eyþór.

Alla staði álitlegur gripur

„Gimsteinn 21-001 er í alla staði hinn álitlegasti gripur þótt hann sé enn óreyndur sökum ungs aldurs. Þótt hann bæri ekki ARR arfgerðina væri hann áhugaverður kandídat fyrir sæðingastöðvarnar út frá ætterni og kynbótamati. Þó ekki sé ljóst enn hvort gripurinn fáist inn á sæðingastöð – og til þess fáist tilskilin leyfi – þá er alveg ljóst að næstu skref felast í því að skoða það og eins að horfa til sona hans sem væntanlega fæðast næsta vor,“ bætir Eyþór við.

Sjá nánar á bls. 18 í nýju Bændablaði, um fundinn á ARR-arfgerðinni í sex einstaklingum í Þernunesi.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...