Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gimsteinn frá Þernunesi.
Gimsteinn frá Þernunesi.
Mynd / Þernunes
Fréttir 28. janúar 2022

Gimsteinn frá Þernunesi ber nafn með rentu

Höfundur: smh

Gimsteinn frá Þernunesi ber svo sannarlega nafn með rentu. Ekki aðeins vegna þess að hann er fyrsti hrútur Íslands með hina viðurkenndu verndandi arfgerð ARR gegn riðu, heldur líka vegna þess að hann finnst innan um „hörkufé á góðu kynbótabúi“, eins og Eyþór Einarsson, sauð­fjár­ræktarráðunautur hjá Ráð­gjafar­miðstöð landbúnaðarins, kallar Þernunes.

Þernunes í Reyðarfirði. Mynd / Valdís Hermannsdóttir

Eyþór segir Gimstein 21-001 sterkættaðan hrút með góða kynbótaspá; gerð: 116, fita: 98, frjósemi: 102 og mjólkurlagni: 105.

„Faðir hans er kaupahrútur frá hinu landsþekkta kynbótabúi Melum í Árneshreppi. Sá hrútur heitir Kubbur 20-004 og er vel gerður einstaklingur en hann var stigaður upp á 87 stig. Kubbur var með mjög góða útkomu í Þernunesi eftir haustið en hann átti 63 afkvæmi með sláturupplýsingar og stendur þar efstur hrúta fyrir gerð. Meðalþungi afkvæmanna var 18,7 kg, gerðin 11,3 og fitan 7,6,“ segir Eyþór.

Kynbótamat Kubbs er að sögn Eyþórs eftirfarandi; gerð: 120, fita: 95, frjósemi: 99 og mjólk: 105.

Móðirin mikil efniskind

Móðir Gimsteins, Katrín 20-071, er að sögn Eyþórs ung að árum en um mikla efniskind sé að ræða sem einnig sé með gott kynbótamat; gerð: 111, fita: 101, frjósemi: 105 og mjólkurlagni: 105.

„Gimsteinn fær ARR arfgerðina frá henni og hún hefur fengið hana frá Hallgerði 17-753, móður sinni. Síðan er hugsanlegt að Hallgerður fái arfgerðina frá Skarphéðni 16-013, föður sínum, en hann er sonur Njálu 13-301 og er sú kind jafnframt móðir alsystranna Njálu-Brennu 17-717 og Njálu-Sögu 17-718 sem báðar hafa ARR. Ef Njála gefur ARR, þá er þetta komið frá Kambi í Reykhólasveit – en þaðan var Njála fengin í Þernunes. Út frá Njálu er sterkur ættbogi í Þernunesi sem virðist hafa reynst feikivel.

Ekki er þó hægt að útiloka að ARR arfgerðin liggi í gömlum heimaættum í Þernunesi,“
segir Eyþór.

Alla staði álitlegur gripur

„Gimsteinn 21-001 er í alla staði hinn álitlegasti gripur þótt hann sé enn óreyndur sökum ungs aldurs. Þótt hann bæri ekki ARR arfgerðina væri hann áhugaverður kandídat fyrir sæðingastöðvarnar út frá ætterni og kynbótamati. Þó ekki sé ljóst enn hvort gripurinn fáist inn á sæðingastöð – og til þess fáist tilskilin leyfi – þá er alveg ljóst að næstu skref felast í því að skoða það og eins að horfa til sona hans sem væntanlega fæðast næsta vor,“ bætir Eyþór við.

Sjá nánar á bls. 18 í nýju Bændablaði, um fundinn á ARR-arfgerðinni í sex einstaklingum í Þernunesi.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...