Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Beint flug er á ný hafið á milli Amsterdam í Hollandi og Akureyrar. Flugfélagið Transavia annast flugið fyrir ferðaskrifstofuna Voigt Travel. Alls verða ferðirnar 10 nú í vetur og þráðurinn tekinn upp á ný í sumar.
Beint flug er á ný hafið á milli Amsterdam í Hollandi og Akureyrar. Flugfélagið Transavia annast flugið fyrir ferðaskrifstofuna Voigt Travel. Alls verða ferðirnar 10 nú í vetur og þráðurinn tekinn upp á ný í sumar.
Mynd / MN
Fréttir 3. mars 2022

Góð innspýting í norðlenska ferðaþjónustu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Beint flug er á ný hafið á milli Amsterdam í Hollandi og Akureyrar og hafa tvær vélar á vegum Voigt Travel lent á Akureyrarvelli. Flogið verður á föstudögum og mánudögum næstu vikur, en samtals verða 10 flugferðir á þessum legg. Flogið er frá Amsterdam í Hollandi, en flugfélagið Transavia annast flugið.

Voigt Travel hóf leiguflug til Akureyrar sumarið 2019 og var einnig með flugferðir í febrúar og mars 2020. Strax eftir að því flugi lauk skall heimsfaraldurinn á og hafa flugferðir á vegum ferðaskrifstofunnar legið niðri síðan. Nú er Voigt Travel hins vegar að taka upp þráðinn og mun bjóða upp á flugferðir tvisvar í viku í vetur, sem og vikulegt flug næsta sumar. Er þetta í samræmi við áætlanir ferðaskrifstofunnar um að fjölga farþegum á þeirra vegum í beinu flugi til Norðurlands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands.

Forsendur til ferðalaga

Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N, segir það ánægjulegt að ferðaskrifstofan bjóði á ný upp á leiguflug beint til Norðurlands. „Heimsfaraldurinn stöðvaði starfsemina tímabundið, en nú eru aftur forsendur til ferðalaga. Samstarfið við Voigt Travel hefur frá upphafi verið mjög gott og frábært að sjá leiguflugið fara aftur af stað. Voigt Travel hefur mikla trú á Norðurlandi sem áfangastað og vill halda áfram að fjölga hér gestum á þeirra vegum.“

Jákvæðar fréttar sem ferðaþjónustan þarf á að halda

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, tekur í sama streng: „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi
að þessar flugferðir séu komnar aftur af stað.

Bæði fyrir fyrirtækin sem hafa beinan ágóða af komu þessara ferðamanna, en líka fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni. Eftir langvarandi neikvæð áhrif heimsfaraldursins eru þetta jákvæðar fréttir sem fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa á að halda. Þetta hvetur okkur öll sem störfum í greininni til að líta björtum augum til framtíðar.“

Leiguflug Voigt Travel gefur einnig ferðaþyrstum Norðlendingum tækifæri til að skreppa út fyrir landsteinana. Enn er hægt að tryggja sér miða til Amsterdam, en Ferðaskrifstofa Akureyrar annast sölu á ferðum út. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...