Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Ölnir frá Akranesi var fluttur til Danmerkur árið 2021 en hefur hlotið lágmark til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi.
Ölnir frá Akranesi var fluttur til Danmerkur árið 2021 en hefur hlotið lágmark til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi.
Mynd / ghp
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu fyrir afkvæmahross

Samræming varð á veitingu viðurkenninga fyrir afkvæmahross árið 2019 innan aðildarlanda alþjóðasambands FEIF þannig að núna eru hvarvetna sömu viðmið. „Viðurkenning á afkvæmahrossum ber að skoða sem mikinn heiður og afrek og endurspeglar sannarlega gildi hrossa til framræktunar,“ segir Elsa Albertsdóttir hrossaræktarráðunautur.

Þetta eru stóðhestarnir Viti frá Kagaðarhóli, Konsert frá Hofi, Ölnir frá Akranesi, Kappi frá Kommu og Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum sem allir hljóta heiðursverðlaun, og Draupnir frá Stuðlum og Hersir frá Lambanesi sem hljóta fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi.

Fyrstu verðlaunahestar hafa að lágmarki 118 stig og 15 dæmd afkvæmi en heiðursverðlaunahestar 118 stig og 50 dæmd afkvæmi.

Þetta eru lágmarkskröfur og stigin eiga bæði við um kynbótamat aðaleinkunnar og kynbótamat aðaleinkunnar án skeiðs.

Einnig hlýtur Óðinn vom Habichtswald fyrstu verðlaun en hann er fæddur og staðsettur í Þýskalandi. Draupnir er nú í Þýskalandi, Hersir og Konsert í Belgíu, Viti, Ölnir og Kappi í Danmörku og Herjólfur í Frakklandi.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...