Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Ölnir frá Akranesi var fluttur til Danmerkur árið 2021 en hefur hlotið lágmark til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi.
Ölnir frá Akranesi var fluttur til Danmerkur árið 2021 en hefur hlotið lágmark til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi.
Mynd / ghp
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu fyrir afkvæmahross

Samræming varð á veitingu viðurkenninga fyrir afkvæmahross árið 2019 innan aðildarlanda alþjóðasambands FEIF þannig að núna eru hvarvetna sömu viðmið. „Viðurkenning á afkvæmahrossum ber að skoða sem mikinn heiður og afrek og endurspeglar sannarlega gildi hrossa til framræktunar,“ segir Elsa Albertsdóttir hrossaræktarráðunautur.

Þetta eru stóðhestarnir Viti frá Kagaðarhóli, Konsert frá Hofi, Ölnir frá Akranesi, Kappi frá Kommu og Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum sem allir hljóta heiðursverðlaun, og Draupnir frá Stuðlum og Hersir frá Lambanesi sem hljóta fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi.

Fyrstu verðlaunahestar hafa að lágmarki 118 stig og 15 dæmd afkvæmi en heiðursverðlaunahestar 118 stig og 50 dæmd afkvæmi.

Þetta eru lágmarkskröfur og stigin eiga bæði við um kynbótamat aðaleinkunnar og kynbótamat aðaleinkunnar án skeiðs.

Einnig hlýtur Óðinn vom Habichtswald fyrstu verðlaun en hann er fæddur og staðsettur í Þýskalandi. Draupnir er nú í Þýskalandi, Hersir og Konsert í Belgíu, Viti, Ölnir og Kappi í Danmörku og Herjólfur í Frakklandi.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...