Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fréttir 14. desember 2015

Lækjarmót besta ræktunarbúið

Uppskeruhátíð Hrossaræktar­samtaka Vestur-Húnavatnssýslu og Hestamannafélagsins Þyts var haldin í félagsheimilinu á Hvammstanga fyrir skemmstu. 
 
Veittar voru ýmsar viðurkenningar, m.a. fyrir ræktunarbú ársins og knapa ársins. Lækjarmót var valið ræktunarbú ársins 2015, þriðja árið í röð. Þá var að auki boðið upp á fjölbreytta dagskrá, góðan mat og skemmtun. Tókst hátíðin hið besta í alla staði að því er fram kemur á vefsíðu Hestamannafélagsins Þyts.
Titilinn knapi ársins hlaut Ísólfur L. Þórisson en hann varð í fyrsta sæti í 1. flokki. Ísólfur hlaut þennan titil líka í fyrra. Í öðru sæti var James Bóas Faulkner og í þriðja sæti var Tryggvi Björnsson.
 
Þorgeir Jóhannesson hlaut titilinn knapi ársins í 2. flokki, Magnús Ásgeir Elíasson varð í öðru sæti og Sigrún Eva Þórisdóttir í því þriðja. Í ungmennaflokki var Birna Olivia Agnarsdóttir í fyrsta sæti, Kristófer Smári Gunnarsson í öðru sæti og Fanndís Ósk Pálsdóttir í þriðja sæti.
 
Hæst dæmdi stóðhesturinn var Brimnir frá Efri-Fitjum með aðaleinkunnina 8,45. Hæst dæmda hryssan var Snilld frá Syðri-Völlum með aðaleinkunnina 8,37.
 
Uppskeruhátíð æskulýðsstarfs Þyts
 
Uppskeruhátíð æskulýðsstarfsins hjá Hestamannafélaginu Þyti var haldin á Gauksmýri. Um  60 börn og unglingar tóku þátt í starfinu á síðasta starfsári.
 
Allir krakkarnir fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og húfu merkta Þyti. Þá voru veitt verðlaun fyrir stigahæstu þrjá knapana í barnaflokki annars vegar og unglingaflokki hins vegar. Eysteinn Tjörvi Kristinsson var stigahæsti knapinn í barnaflokki. Í öðru sæti var Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Ingvar Óli Sigurðsson í því þriðja. Í unglingaflokki var Karitas Aradóttir stigahæsti knapinn, Eva Dögg Pálsdóttir í öðru sæti og Anna Herdís Sigurbjartsdóttir í þriðja sæti.

4 myndir:

Skylt efni: Hrossarækt

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...