Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fréttir 14. desember 2015

Lækjarmót besta ræktunarbúið

Uppskeruhátíð Hrossaræktar­samtaka Vestur-Húnavatnssýslu og Hestamannafélagsins Þyts var haldin í félagsheimilinu á Hvammstanga fyrir skemmstu. 
 
Veittar voru ýmsar viðurkenningar, m.a. fyrir ræktunarbú ársins og knapa ársins. Lækjarmót var valið ræktunarbú ársins 2015, þriðja árið í röð. Þá var að auki boðið upp á fjölbreytta dagskrá, góðan mat og skemmtun. Tókst hátíðin hið besta í alla staði að því er fram kemur á vefsíðu Hestamannafélagsins Þyts.
Titilinn knapi ársins hlaut Ísólfur L. Þórisson en hann varð í fyrsta sæti í 1. flokki. Ísólfur hlaut þennan titil líka í fyrra. Í öðru sæti var James Bóas Faulkner og í þriðja sæti var Tryggvi Björnsson.
 
Þorgeir Jóhannesson hlaut titilinn knapi ársins í 2. flokki, Magnús Ásgeir Elíasson varð í öðru sæti og Sigrún Eva Þórisdóttir í því þriðja. Í ungmennaflokki var Birna Olivia Agnarsdóttir í fyrsta sæti, Kristófer Smári Gunnarsson í öðru sæti og Fanndís Ósk Pálsdóttir í þriðja sæti.
 
Hæst dæmdi stóðhesturinn var Brimnir frá Efri-Fitjum með aðaleinkunnina 8,45. Hæst dæmda hryssan var Snilld frá Syðri-Völlum með aðaleinkunnina 8,37.
 
Uppskeruhátíð æskulýðsstarfs Þyts
 
Uppskeruhátíð æskulýðsstarfsins hjá Hestamannafélaginu Þyti var haldin á Gauksmýri. Um  60 börn og unglingar tóku þátt í starfinu á síðasta starfsári.
 
Allir krakkarnir fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og húfu merkta Þyti. Þá voru veitt verðlaun fyrir stigahæstu þrjá knapana í barnaflokki annars vegar og unglingaflokki hins vegar. Eysteinn Tjörvi Kristinsson var stigahæsti knapinn í barnaflokki. Í öðru sæti var Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Ingvar Óli Sigurðsson í því þriðja. Í unglingaflokki var Karitas Aradóttir stigahæsti knapinn, Eva Dögg Pálsdóttir í öðru sæti og Anna Herdís Sigurbjartsdóttir í þriðja sæti.

4 myndir:

Skylt efni: Hrossarækt

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...