Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Keldur.
Keldur.
Mynd / Bbl
Fréttir 24. september 2021

Leit að verndandi arfgerð gegn riðu í sauðfé er engin skyndilausn

Höfundur: smh

Stefanía Þorgeirsdóttir fer fyrir rannsóknarverkefni á Keldum þar sem markmiðið er að leita að verndandi arfgerð í íslensku sauðfé, en erfðapróf sem byggir á einu tilteknu erfðamarki er notað víða í Evrópu í þeim tilgangi að byggja upp þolna sauðfjárstofna.

„Þetta verkefni er unnið hér á Tilraunastöðinni á Keldum af okkur Vilhjálmi Svanssyni í samstarfi við Eyþór Einarsson hjá Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins og er stefnan að safna sýnum víðs vegar um landið, auk þess sem sýni verða tekin úr fé á Grænlandi, en það er talið vera af íslenskum stofni,“ segir Stefanía.

Sjaldgæfur breytileiki

„Við erum svo í nánu samstarfi við Karólínu Elísabetardóttur, bónda í Hvammshlíð í Skagabyggð, og samstarfsfólk í Þýskalandi þar sem verkefnin skarast að miklu leyti og markmiðin eru þau sömu. Í verkefninu er áhersla lögð á að finna nýja eða aðra breytileika en þann sem þekktastur er fyrir að veita vernd gegn riðu, svokölluð ARR-arfgerð, sem hefur enn ekki fundist í íslensku sauðfé. Þegar hefur fundist breytileiki T137, sem mögulega er verndandi. Sá breytileiki hefur fundist áður í rannsókn á íslensku fé og voru niðurstöður um þann fund birtar í vísindagrein 1999, en á þeim tíma voru ekki komnar fram vísbendingar um að hann skipti máli varðandi riðunæmi,“ segir Stefanía.

Spennandi niðurstöður

Að sögn Stefaníu þarf að kanna tíðni breytileikans T137 í riðuhjörðum og hvort arfberar breytileikans í þeim hjörðum hafi verið lausir við riðu, til að sannreyna verndandi eiginleika hans í íslensku fé. „Á Keldum er að finna mikið safn sýna úr hjörðum þar sem greinst hefur riða á undanförnum áratugum. Ætlunin er að nýta sýnasafnið til rannsókna á breytileikanum sem og öðrum áður óþekktum sem mögulega hafa þýðingu fyrir riðunæmi.

Þetta eru spennandi niðurstöður og gætu komið að notum í baráttunni gegn riðu í framtíðinni ef í ljós kemur að þessi breytileiki hefur verndandi áhrif í íslensku fé líkt og virðist vera tilfellið á Ítalíu þar sem hann hefur helst verið rannsakaður. Það er vert að taka fram að hann er mjög sjaldgæfur og tæki því langan tíma að rækta upp fé með þannig arfgerð, þannig að hér er ekki um neina skyndilausn að ræða en þess virði að rannsaka betur,“ segir Stefanía.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...