Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jóhann Thorarensen, starfsmaður Landgræðslunnar, við mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda.
Jóhann Thorarensen, starfsmaður Landgræðslunnar, við mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda.
Mynd / land.is
Fréttir 2. september 2022

Losun CO2 minnkar við endurheimt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landgræðslan sendi nýverið frá sér skýrslu um samstarfsverkefni sitt og Landsvirkjunar við endurheimt votlendis á tveimur jörðum, Sogni í Ölfusi og á Ytri- Hraundal á Mýrum.

Mælingar sýna marktæka minnkun í losum koltvísýrings við endurheimt votlendis.

Verkefnið skiptist í þrjá verkþætti, framkvæmd endur- heimtar og mismunandi verklag við framkvæmdir, vöktun breytinga á grunnvatnshæð og losun gróðurhúsalofttegunda eftir endurheimt og árangur mismunandi meðferða til að flýta fyrir landnámi votlendisgróðurs í sárum sem mynduðust við framkvæmdina.

Hækkun grunnvatnsstöðu dregur úr losun

Samkvæmt mælingum minnkaði losun koldíoxíðs marktækt eftir endurheimt og í samræmi við hækkun á grunnvatnsstöðu en ekki var marktækur munur á losun metans fyrir og eftir endurheimt.

Mikill munur var á mæliþáttum á milli svæða og á milli vöktunarreita innan svæðanna. Sem gefur til kynna hversu mikill breytileiki getur verið á litlum og afmörkuðum svæðum.

Tveimur árum eftir endurheimt sást að með því að hækka grunnvatnsstöðuna á þessum framræstu svæðum minnkaði losun koldíoxíðs marktækt og sú minnkun var í samræmi við hversu mikið grunnvatnshæðin hækkaði. Vöktunin sýnir einnig mikilvægi þess að nýta allar gróðurtorfur á yfirborði, vegna þess að ekki er vitað fyrir fram hversu fljótt gróður nemur land í sárum og mun meiri fyrirhöfn er að grípa inn í á seinni stigum en að huga að þessum þáttum þegar endurheimt er framkvæmd.

Á heimasíðu Landgræðslunnar segir að mikilvægt sé að fylgjast áfram með svæðunum til að meta langtímaárangurendurheimtarinnar.

Skylt efni: Landgræðsla

Hlaða hrundi í Borgarfirði
Fréttir 21. febrúar 2025

Hlaða hrundi í Borgarfirði

Geymsluhúsnæði á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands hrundi í óveðri í byrjun febrú...

Þröstur ráðinn ritstjóri
Fréttir 21. febrúar 2025

Þröstur ráðinn ritstjóri

Þröstur Helgason hefur verið ráðinn sem ritstjóri Bændablaðsins og mun hann taka...

Mótmæla breytingum á tollflokkun osta
Fréttir 21. febrúar 2025

Mótmæla breytingum á tollflokkun osta

Sex hagsmunasamtök á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu hafa sent fjármála-...

Málþing um framtíð landbúnaðar
Fréttir 21. febrúar 2025

Málþing um framtíð landbúnaðar

Tekið verður á mörgum hagsmunamálum landbúnaðarins á víðum grunni á opnum fundi ...

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi
Fréttir 21. febrúar 2025

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi

Matarsóun mælist mest í frumframleiðsluþrepi virðis- keðjunnar; 29.130 tonn, eða...

Brostnar forsendur búvörusamninga
Fréttir 20. febrúar 2025

Brostnar forsendur búvörusamninga

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Mjólkursamsölunnar, segir að stórar spurningar v...

Fjárhús fuku á Vattarnesi
Fréttir 20. febrúar 2025

Fjárhús fuku á Vattarnesi

Á Vattarnesi í Fáskrúðsfirði varð mikið tjón á íbúðarhúsi, fjárhúsum, farartækju...

Ólögleg förgun dýrahræja
Fréttir 20. febrúar 2025

Ólögleg förgun dýrahræja

Um 87 prósent dýrahræja fóru til urðunar á árunum 2020 til 2022, samkvæmt tölum ...