Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jóhann Thorarensen, starfsmaður Landgræðslunnar, við mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda.
Jóhann Thorarensen, starfsmaður Landgræðslunnar, við mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda.
Mynd / land.is
Fréttir 2. september 2022

Losun CO2 minnkar við endurheimt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landgræðslan sendi nýverið frá sér skýrslu um samstarfsverkefni sitt og Landsvirkjunar við endurheimt votlendis á tveimur jörðum, Sogni í Ölfusi og á Ytri- Hraundal á Mýrum.

Mælingar sýna marktæka minnkun í losum koltvísýrings við endurheimt votlendis.

Verkefnið skiptist í þrjá verkþætti, framkvæmd endur- heimtar og mismunandi verklag við framkvæmdir, vöktun breytinga á grunnvatnshæð og losun gróðurhúsalofttegunda eftir endurheimt og árangur mismunandi meðferða til að flýta fyrir landnámi votlendisgróðurs í sárum sem mynduðust við framkvæmdina.

Hækkun grunnvatnsstöðu dregur úr losun

Samkvæmt mælingum minnkaði losun koldíoxíðs marktækt eftir endurheimt og í samræmi við hækkun á grunnvatnsstöðu en ekki var marktækur munur á losun metans fyrir og eftir endurheimt.

Mikill munur var á mæliþáttum á milli svæða og á milli vöktunarreita innan svæðanna. Sem gefur til kynna hversu mikill breytileiki getur verið á litlum og afmörkuðum svæðum.

Tveimur árum eftir endurheimt sást að með því að hækka grunnvatnsstöðuna á þessum framræstu svæðum minnkaði losun koldíoxíðs marktækt og sú minnkun var í samræmi við hversu mikið grunnvatnshæðin hækkaði. Vöktunin sýnir einnig mikilvægi þess að nýta allar gróðurtorfur á yfirborði, vegna þess að ekki er vitað fyrir fram hversu fljótt gróður nemur land í sárum og mun meiri fyrirhöfn er að grípa inn í á seinni stigum en að huga að þessum þáttum þegar endurheimt er framkvæmd.

Á heimasíðu Landgræðslunnar segir að mikilvægt sé að fylgjast áfram með svæðunum til að meta langtímaárangurendurheimtarinnar.

Skylt efni: Landgræðsla

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...