Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Valgerður Andrésdóttir sameindaerfðafræðingur í Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Valgerður Andrésdóttir sameindaerfðafræðingur í Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Mynd / smh
Fréttir 8. mars 2019

Mikil hætta á mæði-visnuveirusýkingum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Frumvarpsdrög um breytingar á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum um matvæli og lögum um eftirlit á fóðri, áburði og sáðvöru hafa vakið upp mikil viðbrögð. Valgerður Andrésdóttir sameindaerfðafræðingur í Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum gagnrýnir það t.d. harðlega í umsögn á samráðsgátt.

Þar segir hún m.a.: „Ég tel mjög varasamt að leyfa innflutning á hráu kindakjöti og ostum úr ógerilsneyddri sauðamjólk frá Evrópulöndum, þar sem mæði-visnuveiran er landlæg í öllum Evrópulöndum, á Ítalíu, Spáni og í Frakklandi eru 50 – 100% hjarða sýktar.

Mæði-visnuveiran barst hingað til lands með innflutningi á fé af Karakúlkyni frá Þýskalandi árið 1933. Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til að af 20 kindum sem fluttar voru inn hafi tvær verið sýktar af mæði-visnuveiru. Þessi veira er af sömu fjölskyldu og HIV veiran og hegðar sér líkt að því leyti að sjúkdómseinkenni koma ekki fram fyrr en eftir dýrið hefur gengið með veiruna í mörg ár. Þegar þessara sjúkdóma varð vart, hafði veiran því náð að dreifa sér um stórt landsvæði.

Erlend sauðfjárkyn eru aðlöguð að þessari veiru, en íslenska féð er mjög næmt, og voru um 30% afföll á hverju ári á bæjum þar sem þessi veiki kom upp, og á endanum þurfti að slátra um 650.000 fjár og tók næstum 30 ár áður en tókst að útrýma veirunni. Það er því ljóst að aðeins ein sýkt kind getur valdið ómældu tjóni.

Í tilraunasýkingum á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum hefur verið sýnt fram á að aðeins þarf eina veiruögn í barka til þess að sýkja. Veiran er í mjólk, blóði, eitlum og beinmerg. Ef kindur komast í úrgang af hráu kindakjöti eða ógerilsneyddum sauðaosti t.d. frá veitingastað á landsbyggðinni, má fastlega gera ráð fyrir að fyrr eða síðar muni veira berast í kindur. Eins og áður segir þyrfti ekki nema ein kind að sýkjast til þess að valda miklu tjóni. Þess má geta að við höfum fundið erfðaefni mæði-visnuveiru í frönskum sauðaosti sem keyptur var í búð í Reykjavík.

Staða okkar er ekki sambærileg við aðrar þjóðir að því leyti að íslenska sauðfjárkynið er næmara fyrir þessari veiru en nokkur önnur fjárkyn,“ segir Valgerður.
 

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.