Mikil hætta á mæði-visnuveirusýkingum
Frumvarpsdrög um breytingar á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum um matvæli og lögum um eftirlit á fóðri, áburði og sáðvöru hafa vakið upp mikil viðbrögð. Valgerður Andrésdóttir sameindaerfðafræðingur í Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum gagnrýnir það t.d. harðlega í umsögn á samráðsgátt.