Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Garðar Eiríksson hefur látið af störfum hjá Auðhumlu, eftir að hafa í tæp 30 ár sinnt ánægjulegu þjónustuhlutverki við mjólkurframleiðendur.
Garðar Eiríksson hefur látið af störfum hjá Auðhumlu, eftir að hafa í tæp 30 ár sinnt ánægjulegu þjónustuhlutverki við mjólkurframleiðendur.
Mynd / ghp
Fréttir 8. nóvember 2022

Mikill ávinningur með núverandi kerfi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Garðar Eiríksson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Auðhumlu, sjötugur að aldri, en hann hefur gegnt því starfi frá ársbyrjun 2016.

Áður starfaði hann sem skrifstofu- og fjármálastjóri Mjólkurbús Flóamanna frá 1996 og kom meðal annars að mótun núverandi fyrirkomulags Auðhumlu og Mjólkursamsölunnar varðandi móttöku og vinnslu mjólkur. Hann hefur því starfað um árabil í starfsumhverfi mjólkursamlaga og -vinnslu. „Ég hef nú fyrst og fremst bara reynt að sinna mínu þjónustuhlutverki sem best,“ segir Garðar hæverskur þegar hann er spurður um þau fingraför sem hann hefur sett á „mjólkurkerfið“ á undanförnum árum. Hann játar því þó að hafa ásamt öðrum unnið að því að móta núverandi fyrirkomulag, fyrst með sameiningu gömlu Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna árið 2005 og síðan stofnun Auðhumlu árið 2007.

Tvískipt hlutverk í móttöku og meðferð mjólkur

Breytingarnar fólust meðal annars í því að Auðhumlu var ætlað það hlutverk að taka við mjólkinni frá bændum af öllu landinu fyrir utan Skagafjörð og annast greiðslur til þeirra, en Mjólkursamsölunni úrvinnsluhlutann, framleiðslu á sjálfum mjólkurvörunum. Auðhumla selur einnig mjólk áfram til annarra mjólkurvinnslufyrirtækja, eins og Kaupfélags Skagfirðinga, Örnu og Biobús. „Ég held að þetta hafi verið fremur farsælar breytingar á kerfinu, það hefur sparað mikla fjármuni með hagræðingu. Íslenskir neytendur hafa notið beins ávinnings af þessu hagræði, sem áætlað er að nemi um tveimur milljörðum króna árlega. Þá er áætlað að einn milljarður króna renni árlega til íslenskra kúabænda í formi afurðaverðs, vegna þessara breytinga og hagræðingar. Þar skiptir 71. grein búvörulaga sköpum, sem heimilar afurðastöðvum að starfa saman til lækkunar á kostnaði,“ segir Garðar og játar því að okkar kerfi sé líklega alveg einstakt. „Ég held að það þekkist ekki annars staðar. Það eru auðvitað alltaf áhöld um það hvað teljist ásættanlegt afurðaverð, en gagnvart neytendum held ég að það sé óhætt að segja að kerfið hafi skilað miklum ávinningi

Ragnar Árnason hagfræðingur gerði úttekt á kerfinu og skilaði í byrjun árs 2021 skýrslu til Mjólkursamsölunnar, þar sem þetta kemur fram.“

Ánægjulegt þjónustuhlutverk

Spurður um hvað sé eftirminnilegast frá þessum árum sínum í mjólkuriðnaði, segir Garðar að það sé nú bara ánægjan við það að sinna þessu þjónustuhlutverki við framleiðendur í tæp þrjátíu ár. „En jafnframt hafi orðið miklar breytingar á þessum árum, bændum hefur fækkað, einingarnar orðið stærri, sjálfvirkni aukist og nú er svo komið að um 70 prósent allrar mjólkur er mjólkað með róbótum, eitthvað sem ekki var til þegar ég hóf störf í mjólkuriðnaðinum. Ég hef reynt að sinna þessu eftir fremsta megni með hag umbjóðenda minna að leiðarljósi,“ segir hann.

Garðar er samvinnuskólagenginn og starfaði um skeið í bankageiranum, aðalleg hjá Samvinnubankanum. Hann var útibústjóri í um 12 ár áður en hann sneri sér að mjólkuriðnaðinum, í Grundarfirði, Reykjavík og á Selfossi, sínum heimabæ.

Skylt efni: Auðhumla

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...

Kalla eftir úttekt á stöðu greinarinnar
Fréttir 11. mars 2025

Kalla eftir úttekt á stöðu greinarinnar

Á deildarfundi svínabænda á dögunum var samþykkt ályktun þar sem lýst er þungum ...

Ný stefna skógarbænda
Fréttir 10. mars 2025

Ný stefna skógarbænda

Staða skógarbænda er góð að mati að mati Laufeyjar Leifsdóttur, varaformanns búg...

Trump hjólar í loftslagsmálin
Fréttir 10. mars 2025

Trump hjólar í loftslagsmálin

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á undanförnum vikum unnið markvisst a...

Krónutala tollverndar verði að hækka
Fréttir 10. mars 2025

Krónutala tollverndar verði að hækka

Eggjabændur leita leiða til að mæta vaxandi eftirspurn eftir íslenskum eggjum.

Innflutningur og tollaumhverfi vágestir
Fréttir 10. mars 2025

Innflutningur og tollaumhverfi vágestir

Á deildarfundi alifuglabænda benti allt til að Jón Magnús Jónsson, bóndi og eiga...

Fagráð verði stofnað
Fréttir 10. mars 2025

Fagráð verði stofnað

Hákon Bjarki Harðarson, frjótæknir og bóndi að Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði, er...

Góð afkoma hjá SS
Fréttir 10. mars 2025

Góð afkoma hjá SS

Rekstrartekjur Sláturfélags Suðurlands hækkuðu um rúman hálfan milljarð milli ár...