Þrátt fyrir að félagsmenn KS séu andsnúnir innflutningi félagsins á kjöti heldur það áfram sölu á erlendum landbúnaðarafurðum.
Þrátt fyrir að félagsmenn KS séu andsnúnir innflutningi félagsins á kjöti heldur það áfram sölu á erlendum landbúnaðarafurðum.
Mynd / Edson Saldaña
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á kjöti. Umsvif Háahólma hófust á sama tíma og Esja gæðafæði, dótturfélag KS, hætti að sækjast eftir tollkvóta á landbúnaðarafurðum.

Á aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní árið 2023, beindu félagsmenn, sem margir eru bændur, því til stjórnar KS að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. Þá hafði Esja gæðafæði, dótturfélag KS, tekið þátt í útboðum á WTO og ESB tollkvótum á landbúnaðarafurðum og flutt inn kjöt sem var selt í samkeppni við innlenda framleiðslu.

Esja selur erlent kjöt

Esja gæðafæði fékk því tollkvóta í síðasta sinn á fyrri hluta ársins 2023, en frá seinnihluta þess árs hefur Háihólmi tekið þátt í útboðum fyrir tollkvóta fyrir innflutningi á nauta-, svína- og alifuglakjöti, ásamt fleiru. Þrátt fyrir að vera hætt í innflutningi selur Esja gæðafæði mikið af erlendu kjöti.

Í viðtali við Heimildina, sem birtist 16. júní á síðasta ári, lét Ágúst Andrésson, þáverandi forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS og stjórnarformaður Esju gæðafæðis, hafa eftir sér að KS hefði tekið þá ákvörðun að standa ekki í frekari innflutningi á kjöti en í stað þess sé keypt kjöt af öðrum innflytjendum „... hvort sem það er Háihólmi eða önnur fyrirtæki“. Þann sama dag birtust fréttir af því að Ágúst hefði sagt starfi sínu lausu eftir að hafa unnið fyrir KS í tuttugu og sjö ár. Í grein sem birtist í Heimildinni þann 28. júní síðastliðinn er því haldið fram að Háihólmi sé í aun ekkert annað en milliliður og innflutt kjöt fari beint í vinnslu Esju gæðafæðis.

Hvorki heimasíða né símanúmer

Forráðamaður og eigandi Háahólma er, samkvæmt fyrirtækjaskrá, Birgir Karl Ólafsson. Bændablaðið hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við hann frá því í vor, bæði með tölvupóstum, símhringingum og skilaboðum á samfélagsmiðlum en engin viðbrögð fengið. Háihólmi er ekki með heimasíðu og er símanúmer fyrirtækisins ekki að finna í símaskrá.

Birgir Karl hefur meðal annars starfað sem sölumaður hjá Ekrunni og innflutningsstjóri hjá Red Food ehf. Samkvæmt heimildum var Birgir Karl starfsmaður Esju gæðafæðis árin 2022 og 2023. Þegar blaðamaður hringdi í móttöku fyrirtækisins var símanúmer og netfang hans gefið upp. Ekki hefur tekist að ná sambandi við Hinrik Inga Guðbjargarson, framkvæmdastjóra Esju gæðafæðis, til að fá viðbrögð við þessum atriðum.

Lénið haiholmi.is er hýst af fyrirtækinu Kappa ehf. á Sauðárkróki, en eins og áður segir kemur ekki upp nein heimasíða þegar það er slegið inn í vafra. Fyrirtækið Kappi ehf. er í eigu Gunnars Þórs Gestssonar, sem sá um tölvuvæðingu Kaupfélags Skagfirðinga á tíunda áratug síðustu aldar.

Stofnað af viðskiptafélaga KS

Í gögnum frá því í maí 2023, nokkrum mánuðum eftir stofnun Háahólma, kom fram að Ólafur Þór Jóhannesson væri stjórnarformaður og Árni Pétur Jónsson meðstjórnandi fyrirtækisins, en þeir hafa meðal annars starfað saman hjá Skeljungi.

Í greinum á vefmiðlum í október 2022 koma fram viðskiptatengsl Árna Péturs og Kaupfélags Skagfirðinga þegar þessir aðilar keyptu í sameiningu Gleðipinna, sem er félag á afþreyingar- og veitingamarkaði. Undir Gleði- pinnum starfa veitingastaðirnir Hamborgarafabrikkan, Blackbox, Saffran, Keiluhöllin, ásamt fleirum.

Þann 21. nóvember 2023 viku Ólafur Þór og Árni Pétur úr stjórn Háahólma og var Birgir Karl Ólafsson skipaður stjórnarmaður og veitt prókúruumboð. Háihólmi ehf. er nú í fullri eigu Birgis.

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.