Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur
Fréttir 2. nóvember 2015

Niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. nóvember 2015  skv. reglugerð nr. 190/2011 með síðari breytingum, hefur komið fram  jafnvægisverð á markaði 175 kr. fyrir hvern lítra mjólkur.

Alls bárust Matvælastofnun 21 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki.
Fjöldi gildra tilboða um sölu = 19
Fjöldi gildra tilboða um kaup = 1 
Greiðslumark sem boðið var fram = 1.306.169 lítrar.
Greiðslumark sem óskað var eftir = 193.000 lítrar.
Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða = 170.109 lítrar.
Kauphlutfall viðskipta er 88.14 %


Á meðfylgjandi mynd má sjá niðurstöðu tilboðsmarkaðar þann 1. nóvember 2015. Á myndinni er sýnd blá lína framboðs og rauð lína eftirspurnar. Jafnvægisverð sem fram kom á markaðinum reyndist krónur 175 kr./l.

Myndræn framsetning sýnir uppsafnað kaup- og sölumagn við ákveðið verð. Skurðpunktur  línann reynist því aðeins vera niðurstaða á uppboðinu ef ofangreint hlutfall kaup og sölumagns reynist vera jafnt og 1. Sé hlutfallið aftur á móti undir einum þá er skurðpunktur línanna ekki birtingarmynd á jafnvægisverði  né jafnvægismagni.

Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 175,-  kr./l. eða lægra selja nú greiðslumark sitt.

Samanburður við fyrri markað sem haldinn var þann 1. september 2015 sýnir eftirfarandi:

- að framboð er nú 355,5 % miðað við það sem boðið var til sölu á síðasta markaði.

- að eftirspurn eftir greiðslumarki er nú 20,3 % miðað við það sem óskað var eftir á síðasta markaði.

- að verð á greiðslumarki nú er 25 krónum lægra en það var á markaði þann 1. september 2015

Skylt efni: Mjólk | greiðslu

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...