Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ingvar Gýgjar Sigurðarson tekur við rafbílnum hjá Heklu.
Ingvar Gýgjar Sigurðarson tekur við rafbílnum hjá Heklu.
Fréttir 31. október 2017

Rafmagnsbíll nýtist öllum sviðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarfélagið Skagafjörður festi kaup á nýjum Volkswagen e-Golf rafmagnsbíl á liðnu sumri. Ingvar Gýgjar Sigurðarson, verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu, tók við bílnum fyrir hönd sveitarfélagsins. Hann keyrði bílinn í Staðarskála þar sem hann bætti við rafhleðsluna og hélt svo áfram á honum norður í Skagafjörð.
 
Heimastöð rafbílsins er við Ráðhúsið á Sauðárkróki.
 
Bíllinn hefur allt að 300 km drægni og mun nýtast starfsfólki sveitarfélagsins sérstaklega vel til að komast á milli staða innan sveitarfélagsins. Nú þegar hefur bíllinn nýst starfsfólki allra sviða sveitarfélagsins, þ.e. fjölskyldusviði, fjármála- og stjórnsýslusviði og veitu- og framkvæmdasviði.
 
Raf- og tengiltvinnbílum fer fjölgandi
 
Samkvæmt heimasíðu Orku náttúrunnar, www.on.is, voru skráðir raf- og tengiltvinnbílar á Íslandi samtals 3.974 þann 1. október sl. og þeim fer sífellt fjölgandi. Í apríl 2014 voru einungis 94 rafbílar og 3 tengiltvinnbílar skráðir á Íslandi.
 
Kostir rafbíla eru margir. Þeir brenna ekki jarðefnaeldsneyti og losa þar af leiðandi ekki CO2 út í andrúmsloftið. Rafbílar eru ódýrari í rekstri en hefðbundir bílar sem knúnir eru áfram með jarðefnaeldsneyti.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...