Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ingvar Gýgjar Sigurðarson tekur við rafbílnum hjá Heklu.
Ingvar Gýgjar Sigurðarson tekur við rafbílnum hjá Heklu.
Fréttir 31. október 2017

Rafmagnsbíll nýtist öllum sviðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarfélagið Skagafjörður festi kaup á nýjum Volkswagen e-Golf rafmagnsbíl á liðnu sumri. Ingvar Gýgjar Sigurðarson, verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu, tók við bílnum fyrir hönd sveitarfélagsins. Hann keyrði bílinn í Staðarskála þar sem hann bætti við rafhleðsluna og hélt svo áfram á honum norður í Skagafjörð.
 
Heimastöð rafbílsins er við Ráðhúsið á Sauðárkróki.
 
Bíllinn hefur allt að 300 km drægni og mun nýtast starfsfólki sveitarfélagsins sérstaklega vel til að komast á milli staða innan sveitarfélagsins. Nú þegar hefur bíllinn nýst starfsfólki allra sviða sveitarfélagsins, þ.e. fjölskyldusviði, fjármála- og stjórnsýslusviði og veitu- og framkvæmdasviði.
 
Raf- og tengiltvinnbílum fer fjölgandi
 
Samkvæmt heimasíðu Orku náttúrunnar, www.on.is, voru skráðir raf- og tengiltvinnbílar á Íslandi samtals 3.974 þann 1. október sl. og þeim fer sífellt fjölgandi. Í apríl 2014 voru einungis 94 rafbílar og 3 tengiltvinnbílar skráðir á Íslandi.
 
Kostir rafbíla eru margir. Þeir brenna ekki jarðefnaeldsneyti og losa þar af leiðandi ekki CO2 út í andrúmsloftið. Rafbílar eru ódýrari í rekstri en hefðbundir bílar sem knúnir eru áfram með jarðefnaeldsneyti.
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...