Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Endurreist félag Atlantic Leather á Sauðárkróki mun einbeita sér að sútun og vinnslu á fiskroði.
Endurreist félag Atlantic Leather á Sauðárkróki mun einbeita sér að sútun og vinnslu á fiskroði.
Fréttir 9. janúar 2020

Rekstur Atlantic Leather á Sauðárkróki endurreistur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Rekstur félagsins Atlantic Leather á Sauðárkróki mun hefjast á ný innan skamms, en samnefnt félag fór í þrot á liðnu hausti og lá starfsemin af þeim sökum niðri um nokkurra mánaða skeið. Hjónin Hallveig Guðnadóttir og Hlynur Ársælsson eru nýir eigendur Atlantic Leather og verður Hallveig fram­kvæmdastjóri þess.

Starfsemi félagsins var tvíþætt, annars vegar sinnti það sútun fiskroðs og framleiðslu sjávarleðurs og hins vegar voru gærur sútaðar hjá félaginu. Hlynur segir að sá þáttur starfseminnar verði aflagður.

Telja ekki arðbært að súta gærur hér á landi

„Við skoðuðum þetta dæmi vel en leist ekki nægilega vel á gærurnar, það hefur um langt skeið ekki verið sérlega arðbært að súta gærur hér á landi. Við hins vegar fengum hluta af þeim tækjum með í kaupunum og höfum hug á því að bjóða þau til sölu á hagstæðu verði. Vonandi finnst áhugasamur aðili sem sér tækifæri í því að kaupa þau tæki og hefja starfsemi í kringum sútun á gærum,“ segir Hlynur.

Hlynur og Hallveig tóku við skömmu fyrir áramót og eru þessa dagana að koma starfseminni í gang. Hann segir að umfang starfseminnar verði ekki hið sama og var, en alls störfuðu 14 manns hjá fyrra félagi. Starfsmenn verða á bilinu 5 til 6 til að byrja með að sögn Hlyns, en sem áður segir verður gæruhluti starfseminnar lagður niður. 

– Sjá nánar á bls. 8 í nýju Bændablaði

Skylt efni: Atlantic Leather | sútun | Gærur

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...