Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Seyra til uppgræðslu á Hrunamannaafrétti
Fréttir 23. maí 2016

Seyra til uppgræðslu á Hrunamannaafrétti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 2012 gerðu Hrunamannahreppur og Landgræðsla ríkisins með sér samning um tilraunaverkefni með notkun á seyru til uppgræðslu. Tilraunaverkefnið var framkvæmt innan landgræðslugirðingar fremst á Hrunamannaafrétti, þangað sem seyran var flutt og felld niður með sérstökum búnaði.

Í frétt á vef Landgræðslu ríkisins segir að verkefnið hafi staðið í þrjú ár og unnið með samþykki Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Landgræðslan fylgdist með framvindu og árangri uppgræðslunnar og gerði mælingar á gróðri haustið 2015.

Strax á fyrsta ári mátti sjá að gróðurþekja jókst þar sem seyru var dreift.  Tilraunin sýndi að seyra er góður kostur við uppgræðslu lands og nýting hennar til landbóta sé hyggilegur kostur. Höfundar skýrslunnar eru þau Sigþrúður Jónsdóttir héraðsfulltrúi og Magnús H. Jóhannsson sviðsstjóri þróunarsviðs.

Í skýrslunni kemur fram að hægt er að draga úr kostnaði við flutning á seyru með því að nýta hana í heimabyggð í stað þess að flytja hana um langan veg til urðunar. Jafnframt því sem dregið er úr kostnaði við flutning er lífrænum efnum komið aftur inn í næringarefnahringrás náttúrunnar og næringarefni úr seyrunni nýtast plöntum til vaxtar og þar með til landbóta. Í þessu liggja tækifæri fyrir sveitarfélög á Íslandi því allt of víða er land lítt gróið og ekki í ásættanlegu ástandi.

Landgræðslan mælir með því að seyra sé notuð til uppgræðslu lands að þeim skilyrðum uppfylltum að farið sé eftir reglum er varða heilbrigðisöryggi og náttúruvernd. Urðun á seyru er í raun sóun á verðmætum.


Skýrslan í heild
 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...