Samkvæmt nýsamþykktri reglugerð nr. 1006/2024 munu heildarframlög til þróunarverkefna í hrossarækt vera að lágmarki 8 milljónir króna árlega.
Samkvæmt nýsamþykktri reglugerð nr. 1006/2024 munu heildarframlög til þróunarverkefna í hrossarækt vera að lágmarki 8 milljónir króna árlega.
Mynd / Kristina Delp, Unsplash
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurinn var stofnaður fyrir fimmtíu árum og hefur til dagsins í dag fjármagnað hin ýmsu þróunar- og rannsóknaverkefni tengd hrossarækt.

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins varð til með breytingu á lögum um búfjárrækt árið 1973 í þeim tilgangi að styrkja og lána hrossaræktarsamböndum fjármagn til kaupa á kynbótahrossum sem annars væru mögulega seld úr landi. Starfsemi sjóðsins hefur breyst með árunum en eftir árið 1997 hafa eingöngu verið veitt framlög til þróunar- og rannsóknarverkefna. Fagráð í hrossarækt hefur farið með stjórn Stofnverndarsjóðs.

Fjármagnaður af útflutningi hrossa

Fjármögnun sjóðsins hefur ætíð verið gegnum útflutning hrossa en á fyrstu árum sjóðsins var upphæðin reiknuð sem ákveðið hlutfall af útfluttum hrossum en á seinni árum hafa útflytjendur greitt 1.500 krónur í sjóðinn fyrir hvert útflutt hross.

Bændasamtök Íslands eiga að sjá um innheimtu fyrir sjóðinn en innheimtan hefur verið færð til ríkisins og samkvæmt fundargerðum Fagráðs hefur gjaldið ekki verið innheimt af hverju útfluttu hrossi fyrir árið 2022 og 2023 en ríkið hafi þó staðið skil á greiðslum sjóðsins. Greiðslurnar hafi tekið mið af árlegum útflutningi.

Frá upphafi sjóðsins hefur í kringum 200 milljónum verið úthlutað úr sjóðnum sem gerir að meðaltali fjórar milljónir á ári.

Verkefnin hafa verið misjöfn en m.a. hafa rannsóknaverkefni á borð við tíðni magasára í útigangshrossum á Íslandi, doktorsverkefni um erfðafræðilegan grunn gangtegunda íslenska hestsins, innleiðing á kynbótamati keppniseiginleika og rannsókn þar sem skoðaður var blóðhagur, blóðgildi og hormónastaða í íslenskum folaldshryssum verið úthlutað styrkur frá sjóðnum.

Rannsóknir á borð við burðargetu íslenskra reiðhrossa og líkamsþungahlutfall milli knapa og hesta er stór þáttur í að sýna fram á að íslenski hesturinn geti borið knapa en slík verkefni hafa einnig verið studd af Stofnverndarsjóði.

Eftirstöðvar sjóðsins, um 70 milljónir króna, munu renna að mestu í uppfærslu á WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, samkvæmt grein Nönnu Jónsdóttur, formanns búgreinadeildar hrossaræktar, í síðasta tölublaði Bændablaðsins.

Átta milljónir króna árlega

Í stað Stofnverndarsjóðs geta þeir sem vinna að þróunar- og rannsóknaverkefnum tengdum hrossarækt leitað í þróunarfé búgreina en undir þann stuðning falla einnig nautgriparækt og sauðfjárrækt.

Samkvæmt nýsamþykktri reglugerð nr. 1006/2024 munu heildarframlög til þróunarverkefna í hrossarækt vera að lágmarki 8 milljónir króna árlega.

Skylt efni: Hrossarækt

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...