Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Það er oft margt um manninn á Hömrum, Útilífsmiðstöð skáta á Akureyri, en aldrei hafa fleiri gist á svæðinu en í fyrra, tæplega 80 þúsund gistinætur skráðar árið 2021 þrátt fyrir að af og til hafi verið settar takmarkanir vegna heimsfaraldursins. Tvær nýjar flatir hafa verið gerðar norðan við Hamra og er vonast til að þær verði tilbúnar næsta sumar, enda hefur svæðinu við Þórunnarstræti verið lokað.
Það er oft margt um manninn á Hömrum, Útilífsmiðstöð skáta á Akureyri, en aldrei hafa fleiri gist á svæðinu en í fyrra, tæplega 80 þúsund gistinætur skráðar árið 2021 þrátt fyrir að af og til hafi verið settar takmarkanir vegna heimsfaraldursins. Tvær nýjar flatir hafa verið gerðar norðan við Hamra og er vonast til að þær verði tilbúnar næsta sumar, enda hefur svæðinu við Þórunnarstræti verið lokað.
Mynd / Ágúst Óli Ólafsson
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og ferðaríkt sumar í vændum,“ segir Ásgeir Hreiðarsson, framkvæmdastjóri Útilífsmiðstöðvar skáta á Akureyri, og að bjartsýni ríki fyrir komandi sumar.

Tjaldsvæðið að Hömrum er opið allt árið og hefur aðsókn aldrei verið meiri en það sem af er ári, sem dæmi voru gistinætur í nýliðnum aprílmánuði tæplega 1.000.

„Í raun eru  einungis örfáir dagar fyrstu fjóra mánuði ársins þar sem ekki voru einhverjir gestir á svæðinu,“ segir hann.

Ásgeir segir að liðið ár hafi slegið met hvað aðsókn varðar. Þrátt fyrir að samkomutakmarkanir hafi verið í gildi af og til á síðastliðnu ári var slegið aðsóknarmet á tjaldsvæðum á Akureyri. Gistinætur á báðum svæðum, þ.e. við Hamra og á svæðinu við Þórunnarstræti inni í bænum, urðu á árinu 2021 samtals 79.500. Það er mikil aukning frá árinu þar á undan, eða sem nemur um 63% á milli áranna 2020 til 2021.

Íslendingar voru bróðurpartur þeirra sem nutu lífsins á tjaldsvæð­um Akureyrar, en í um 85% af heildar­fjölda gistinátta liðins árs voru Íslendingar á ferðinni. Útlendingar voru 15% gestanna.

„Af þessum tæplega 80 þús­und gistinóttum í fyrra voru um 15 þúsund á tjaldvæðinu við Þórunnar­stræti,“ segir Ásgeir.

Tvö ný svæði í notkun á Hömrum

Hann segir að nú á komandi sumri verði ekki opið við Þórunnarstrætið, forsvarsmenn Akureyrarbæjar ætli sér að taka það svæði undir aðra starfsemi.

„Í kjölfar þess að það tjaldsvæði dettur út hefur verið ráðist í að stækka svæðið á Hömrum til norðurs og við vonum að þau verði tilbúin til notkunar í sumar,“ segir Ásgeir.

Hann segir gleðilegt hversu mikil aðsókn hefur verið að tjaldsvæðinu að Hömrum það sem af er ári og nánast upp á hvern dag nú fyrri hluta ársins hafi dvalið þar gestir. Nefnir hann sem dæmi að í mars voru um 500 gistinætur skráðar á Hömrum og í apríl  voru þær 967 talsins.

„Mest eru þetta erlendir ferða­menn á litlum húsbílum, þó einn og einn gestur komi með tjald, og Íslendingarnir eru aðeins farnir að viðra hjólhýsi sín,“ segir Ásgeir. 

Skylt efni: ferðaþjónusta | Akureyri

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...