Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur 1. nóvember
Fréttir 1. nóvember 2016

Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur 1. nóvember

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun bárust 114 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði með greiðslumark mjólkur þann 1. nóvember 2016.

Markaðurinn að þessu sinni var sá stærsti frá upphafi fyrir greiðslumark mjólkur og er síðasti tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur en við tekur innlausnarskylda ríkisins á greiðslumarki frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2020. samkvæmt nýjum búvörulögum.

Matvælastofnun, Búnaðarstofa, mun annast innlausn greiðslumarks og skal bjóða til sölu greiðslumark, sem innleyst er, á því verði sem ríkið greiddi fyrir innlausn.

Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverð á markaði krónur 205 krónur fyrir hvern lítra mjólkur.

• Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 69, samanborið við 38 á markaði 1. september 2016.
• Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 45, samanborið við 38 á markaði 1. september 2016.
• Greiðslumark sem boðið var fram, sölutilboð, voru alls 5.941.905 lítrar, samanborið við 1.877.244 lítrar á markaði 1. september 2016.
• Greiðslumark sem óskað var eftir, kauptilboð, voru 3.580.580 lítrar, samanborið við 2.452.800 lítrar sem óskað var eftir á markaði 1. september 2016.
• Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða, jafnvægismagn, voru 2.706.508 lítrar að andvirði  554.834.140 kr., samanborið við 1.624.411 lítrar, 389.858.640 kr., á markaði 1. september 2016. 
• Kauphlutfall viðskipta er 75.59%, á markaði 1. september 2016 var kauphlutfallið 90,58%.

Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 205 krónur á lítrann eða lægra selja nú greiðslumark sitt. Matvælastofnun, Búnaðarstofa, mun nú senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast á Bændatorginu.
 

Skylt efni: Mjólk | kvótamarkaður

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.