Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur 1. nóvember
Fréttir 1. nóvember 2016

Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur 1. nóvember

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun bárust 114 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði með greiðslumark mjólkur þann 1. nóvember 2016.

Markaðurinn að þessu sinni var sá stærsti frá upphafi fyrir greiðslumark mjólkur og er síðasti tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur en við tekur innlausnarskylda ríkisins á greiðslumarki frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2020. samkvæmt nýjum búvörulögum.

Matvælastofnun, Búnaðarstofa, mun annast innlausn greiðslumarks og skal bjóða til sölu greiðslumark, sem innleyst er, á því verði sem ríkið greiddi fyrir innlausn.

Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverð á markaði krónur 205 krónur fyrir hvern lítra mjólkur.

• Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 69, samanborið við 38 á markaði 1. september 2016.
• Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 45, samanborið við 38 á markaði 1. september 2016.
• Greiðslumark sem boðið var fram, sölutilboð, voru alls 5.941.905 lítrar, samanborið við 1.877.244 lítrar á markaði 1. september 2016.
• Greiðslumark sem óskað var eftir, kauptilboð, voru 3.580.580 lítrar, samanborið við 2.452.800 lítrar sem óskað var eftir á markaði 1. september 2016.
• Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða, jafnvægismagn, voru 2.706.508 lítrar að andvirði  554.834.140 kr., samanborið við 1.624.411 lítrar, 389.858.640 kr., á markaði 1. september 2016. 
• Kauphlutfall viðskipta er 75.59%, á markaði 1. september 2016 var kauphlutfallið 90,58%.

Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 205 krónur á lítrann eða lægra selja nú greiðslumark sitt. Matvælastofnun, Búnaðarstofa, mun nú senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast á Bændatorginu.
 

Skylt efni: Mjólk | kvótamarkaður

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...