Umsóknarfrestur um styrki til varna gegn landbroti framlengdur
Áður auglýstur umsóknarfrestur um styrki til varna gegn landbroti er nú framlengdur til 20. febrúar 2015. Landgræðsla ríkisins auglýsir eftir umsóknum um styrki til varna gegn landbroti.
Um er að ræða styrki sem veittir eru til slíkra verkefna skv. lögum nr. 91/2002 um varnir gegn landbroti.
Styrkirnir eru veittir til hvers konar verkefna til varnar því að vatnsföll eyði mannvirkjum eða gangi á gróið land. Við forgangsröðun verkefna er m.a. höfð hliðsjón af verðmæti þeirra mannvirkja eða lands sem landbrot ógnar. Umsóknarfrestur er framlengdur til 20. febrúar 2015.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á heimasíðu Landgræðslunnar, www.land.is , en einnig er hægt að hafa samband við Landgræðsluna í Gunnarsholti, sími 488 3000 og verkefnastjóra Varna gegn landbroti Sigurjón Einarsson í síma 8560432.
Umsóknum skal skila til Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella eða á netfangið land@land.is.