Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Micropia er forvitnilegt almenningssafn, rannsókna- og kennslustofnun, tileinkuð örverum og örverufræði, í miðborg Amsterdam.
Micropia er forvitnilegt almenningssafn, rannsókna- og kennslustofnun, tileinkuð örverum og örverufræði, í miðborg Amsterdam.
Mynd / Micropia
Utan úr heimi 6. maí 2024

Safn örveranna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í Amsterdam í Hollandi má finna eina örverusafn heims sem opið er almenningi og sýnir veröld hins smásæja örverulífs.

Safnið, Micropia, var opnað árið 2014 og er í miðborginni, skammt frá einum elsta grasagarði heims, Hortus Botanicus, sem stofnaður var 1638. Örverur eru örsmáar lífverur, m.a. bakteríur, sumir sveppir, þörungar og veirur, sem eru ósýnilegar berum augum. Þær eru alls staðar í umhverfi okkar, jarðvegi, lofti, vatni og á og í líkömum manna og dýra.

Kennslusafn fyrir unga og aldna

Micropia hefur það markmið að auka meðvitund almennings um hinn smásæja heim örveranna og áhrif þeirra á mannlegt líf og umhverfi. Jafnframt er sjálfbærni og umhverfismeðvitund höfð í hávegum og til dæmis dregið fram hið mikilvæga hlutverk sem örverur gegna í vistkerfum, matvælaiðnaði og meðhöndlun úrgangs.

Boðið er upp á ferðalag inn í þennan heim og lögð áhersla á fjölbreytni örvera, hegðun þeirra og tilgang. Safnið er gagnvirkt og geta gestir skoðað og rannsakað örvverur með ýmsum tækjum og tólum, þ.m.t. öflugum smásjám þar sem virða má fyrir sér lifandi örverur. Safnið er miðað að bæði börnum og fullorðnum og veitir kennslu um örverur, m.a. með hjálp kennsluforrits. Er safnið í samstarfi við skóla á ýmsum skólastigum varðandi kennslu örverufræði og heldur úti fyrirlestraröð því tengt.

Fegurð hins smásæja

Safnið er einnig miðstöð fyrir rannsóknir og er í samstarfi við vísindamenn og rannsóknateymi um örverur og notkun þeirra á ýmsum sviðum. Er safnið þannig vettvangur fræðslu, skemmtunar og vísindastarfs og fróðlegt til skoðunar fyrir alla þá sem áhuga hafa á þessum minnstu og öflugustu lífverum jarðar, sem eru aukin heldur oft glettilega fallegar ásýndum.

Þess má geta að árið 1674 uppgötvaði hollenski vísindamaðurinn Antoni van Leeuwenhoek heim örveranna, smíðaði eigin smásjár og varð fyrstur til að lýsa örverum. Micropia er þannig starfrækt í minningu hans.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...