Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vegagerðin á móti efnistöku í fjörunni
Mynd / smh
Fréttir 12. janúar 2022

Vegagerðin á móti efnistöku í fjörunni

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps er mjög ósátt við þá ákvörðun Vegagerðarinnar að leyfa ekki efnistöku af sandi í fjörunni austan við Vík í Mýrdal.

Í bókun sveitarstjórnar segir m.a.:

„Vitað er að efnisflutningar með ströndinni nema milljónum rúmmetra á ári en áformuð efnistaka yrði ekki nema lítið brot af því. Fullyrðingar Vegagerðarinnar um að efnistaka, sem háð verður jafn ströngu eftirliti og lagt er til, muni án efa auka á rofhraða eru með öllu órökstuddar.

Mikið er í húfi fyrir samfélagið í Mýrdalshreppi að tilraunir til þess að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulíf sveitarfélagsins fái eðlilegan framgang. Slíkt þarf ekki að vera á kostnað umhverfisins og sveitarstjórn Mýrdalshrepps mun eftir sem áður standa jafnt vörð um hagsmuni náttúrunnar og samfélagsins.“

Í umsögn Vegagerðarinnar segir m.a.:

„Afstaða Vegagerðarinnar helst því óbreytt í málinu og er Vegagerðin mótfallin efnistöku úr fjörunni. Stöðugt landrof er á fjörunni og mun efnistaka án efa auka á rofhraða hennar. Mýrdalshreppur hefur sent umsókn til Vegagerðarinnar um að ríkið fjármagni þriðja sandfangarann, austan við þann sem byggður var síðast.

Umsóknin byggir á þeim staðreyndum að töluvert rof á sér stað á ströndinni og strandlínan ekki tryggð nema með gerð þessa þriðja sandfangara. Með því að leyfa efnistöku í fjörunni rétt austan við áhrifasvæði sandfangaranna er hreppurinn í þversögn við umsögn um byggingu á þriðja sandfangaranum.“ 

Skylt efni: Vík í Mýrdal

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...

Kalla eftir úttekt á stöðu greinarinnar
Fréttir 11. mars 2025

Kalla eftir úttekt á stöðu greinarinnar

Á deildarfundi svínabænda á dögunum var samþykkt ályktun þar sem lýst er þungum ...

Ný stefna skógarbænda
Fréttir 10. mars 2025

Ný stefna skógarbænda

Staða skógarbænda er góð að mati að mati Laufeyjar Leifsdóttur, varaformanns búg...

Trump hjólar í loftslagsmálin
Fréttir 10. mars 2025

Trump hjólar í loftslagsmálin

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á undanförnum vikum unnið markvisst a...

Krónutala tollverndar verði að hækka
Fréttir 10. mars 2025

Krónutala tollverndar verði að hækka

Eggjabændur leita leiða til að mæta vaxandi eftirspurn eftir íslenskum eggjum.

Innflutningur og tollaumhverfi vágestir
Fréttir 10. mars 2025

Innflutningur og tollaumhverfi vágestir

Á deildarfundi alifuglabænda benti allt til að Jón Magnús Jónsson, bóndi og eiga...

Fagráð verði stofnað
Fréttir 10. mars 2025

Fagráð verði stofnað

Hákon Bjarki Harðarson, frjótæknir og bóndi að Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði, er...

Góð afkoma hjá SS
Fréttir 10. mars 2025

Góð afkoma hjá SS

Rekstrartekjur Sláturfélags Suðurlands hækkuðu um rúman hálfan milljarð milli ár...