Finnur yfirleitt eitthvað jákvætt
Finnur er 12 ára upprennandi markvörður sem spilar haug á af hljóðfærum. Hann býr með fjölskyldu sinni í Brussel og finnst fátt leiðinlegt.
Nafn: Finnur Ricart Andrason.
Aldur: 12 ára.
Stjörnumerki: Krabbi.
Búseta: Brussel, Belgíu.
Skóli: ISB (International School of Brussels/Alþjóðaskólinn í Brussel)
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Leikfimi.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kettir og hestar.
Uppáhaldsmatur: Nautasteik.
Uppáhaldshljómsveit: Pollapönk.
Uppáhaldskvikmynd: James Bond og Indiana Jones seríurnar.
Fyrsta minning þín? Þegar ég var heima hjá ömmu og afa á meðan Alda systir mín fór til Boston í hjartaaðgerð. (Ég var þriggja ára.)
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi frjálsar og fótbolta. Ég spila á trompet, saxófón, gítar og blokkflautu.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Annaðhvort atvinnufótboltamaður (markmaður) eða að spila í hljómsveit.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að stökkva í hylinn í Skálavík og að keyra aleinn.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Það er ekkert sem mér finnst leiðinlegt að gera nema stundum að gera erfiða heimavinnu, af því að ég get oftast fundið eitthvað jákvætt við það sem ég er að gera.
Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Ég ætla að leika við vini mína, spila fótbolta, fara í hjólatúra og hver veit nema að ég fari eitthvað út fyrir belgísku landamærin.