Hallgerður Hafþórsdóttir
Nafn: Hallgerður Hafþórsdóttir.
Aldur: Þriggja ára en ég á bráðum afmæli og þá verð ég fjögurra ára.
Stjörnumerki: Ég er í tvíburamerki.
Búseta: Í Skipholti í Reykjavík og líka í Sjávarslóð í Flatey.
Skóli: Leikskólinn minn heitir Grænaborg.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Vinir mínir, Róska og Herdís, og líka svona ferðir. Bráðum förum við á bóndabæ.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kisa og líka litlu lömbin mín, Askur og Gráni.
Uppáhaldsmatur: Fiskur, karrífiskur.
Uppáhaldshljómsveit: Rokk og ról.
Uppáhaldskvikmynd: Frozen.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi stundum Latabæ, ég kann slitt (splitt). Ég kann líka að spila á gítar.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að vera bóndi með afa í Flatey eða kannski líka lögga.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að sprauta með nýju vatnsbyssunni minni á fólk.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Einu sinni fór ég á sleða og datt af honum og fór að gráta. Það var mjög leiðinlegt.
Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Fara í sund og sprauta á mömmu mína, svo ætla ég að fara í Flatey með Baldri.