Klikkað að gefa gíraffa að borða
Alda er 9 ára og býr í Brussel með fjölskyldu sinni. Henni finnst hundleiðinlegt að sitja og gera ekkert enda er hún ekki mikið í því. Hún æfir frjálsar og bardagaíþróttir og í sumar ætlar hún að leika við vini sína.
Nafn: Alda Ricart Andradóttir.
Aldur: 9 ára.
Stjörnumerki: Hrútur.
Búseta: Brussel í Belgíu.
Skóli: ISB (International School of Brussels/Alþjóðaskólinn í Brussel)
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Stærðfræði og samfélagsfræði.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur og kisa.
Uppáhaldsmatur: Nautasteik, rif, pasta og pizza.
Uppáhaldshljómsveit: Pollapönk.
Uppáhaldskvikmynd: Matthildur (eftir Roald Dahl).
Fyrsta minning þín? Þegar litli bróðir minn fæddist.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi frjálsar íþróttir og blandaðar bardagaíþróttir en ég spila ekki á hljóðfæri.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða tannlæknir og snyrtifræðingur.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að klappa gíraffa og gefa honum að borða.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að sitja og gera ekkert.
Hvað ætlar þú að gera í sumar? Leika við vini mína.