Reyndi að rækta risaeðlur
Matti er 11 ára naut sem býr í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann gerði heiðarlega tilraun til að rækta risaeðlur fyrir nokkrum árum en eitthvað gekk það brösulega. Hann æfir taekwondo, ætlar að verða bóndi og það fyrsta sem hann man eftir er að hafa séð „karl í kjól“.
Nafn: Matthías Kristinsson Schram.
Aldur: 11 ára.
Stjörnumerki: Naut.
Búseta: Vesturbær Reykjavíkur.
Skóli: Vesturbæjarskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Mér finnst skemmtilegast í sérgreinum, t.d. myndlist, smíðum og heimilisfræði.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Pandabirnir (og kötturinn minn hann Rebbi og hundurinn Rökkvi).
Uppáhaldsmatur: Kjötsúpa.
Uppáhaldshljómsveit: Bítlarnir.
Uppáhaldskvikmynd: Skyfall.
Fyrsta minningin þín? Þegar ég sá sekkjapípuleikara í Skotapilsi í Edinborg. Ég skellti upp úr, benti og kallaði: „Karl í kjól.“
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi Taekwondo og er með appelsínugula beltið.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Bóndi.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég ætlaði að rækta risaeðlur en þær reyndust vera hæna, hani og gæs.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að taka til í herberginu mínu.
Gerðir þú eitthvað sérstakt í sumar? Ég fór á Esjuna, í sumarbústað í Brekkuskógi og á tökustað kvikmyndar á Þingvöllum.