Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 16. september 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að taka sig taki og gæta þess að velta sér ekki um of upp úr raunum sínum. Það hefur nefnilega verið rannsakað að einungis tæp 10% þeirra sálusorga sem hinn almenni borgar býr við – á sér stoðir. Við hinu getur getur maður ekkert gert. Njóta frekar lífsins. Happatölur 3, 26, 21.

Fiskurinn upplifir innan skamms óvænta gleðisprengju innra með sér þó hann viti ekki almennilega hvaðan sú tilfinning berst. Gott er að leyfa gleðinni samt að streyma um líkamann og deila jákvæðni með öðrum nákomnum. Það borgar sig margfalt og mun verða fisknum til góðs í ákveðnu máli. Happatölur 18, 76, 32.

Hrúturinn á von á miklum breytingum sem koma að daglegu lífi hans. Þarna er ekki um að ræða nein hjartans mál, en mun samt snerta líf hans allverulega. Hrúturinn ætti að reyna að nýta þessar breytingar til góðs og forðast allar slæmar hugsanir. Happatölur 2, 91, 48.

Nautið þarf að líta á heildarmyndina og virkilega taka sig taki. Þarf það að huga að heilsufarinu, eru framtíðarhugsjónirnar í réttri röð, er nautið í samvistum við jákvæða persónuleika öllu jöfnu, getur það á einhvern hátt gert betur í sínu lífi eða annarra? Nautið þarf að beita sjálfu sig nokkrum aga og fara yfir stöðuna. Happatölur 1, 22, 3.

Tvíburinn sér fram á vinnutörn án enda: vinna hans í sjálfum sér, heimilisstörf, störf utan heimilis, í þágu annarra og þar fram eftir götunum. Við nánari umhugsun er þó útlitið ekki eins svart og ætla mætti, heldur þarf tvíburinn að gefa sér tíma til betri skipulagningar. Þar innan skal hann merkja sér hvíldartíma. Happatölur 45, 7, 11.

Krabbinn ætti að athuga heilsuna nú með haustinu og gæta að bæði svefni og næringu. Slíkt getur gleymst í amstri dagsins og ekki síst ef allir aðrir eru númer eitt í hans lífi. Rómantíkin svífur yfir vötnum og það á krabbinn svo sannarlega skilið og skal njóta þess að einhver setji hann í fyrsta sæti. Happatölur 5, 15, 22.

Ljónið er að venjast nýjum lífsstíl, en nýverið urðu ýmsar breytingar á hans högum. Hegðan hans kemur við fleiri en hann grunar og því rétt að muna að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Einhver lukka fellur honum í skaut innan fárra daga og á hann það ekki síst sjálfum sér að þakka. Happatölur 12, 38, 79.

Meyjan sér óvænt fyrir endann á fleiri málum en hún átti von á. Allt í einu leysast gamlar flækjur, mál sem stefndu í vonbrigði glæðast og lífið er léttara. Allar líkur eru á að þessi stefna haldist ef meyjan gætir þess að sökkva sér ekki niður í þunga þanka því hugsanir stjórna heiminum heilmikið. Happatölur 45, 11, 21.

Vogin hefur fundið nýjar tilfinningar kvikna innra með sér á síðustu vikum. Þetta eru tilfinningar sem vekja þó kvíða innra með henni, þó jákvæðar séu. Eitt skref í einu er besta ráðið sem hér er hægt að gefa, einn dagur, ein mínúta. Hér er best að reyna að stjórna ekki för. Happatölur 56, 7, 48.

Sporðdrekinn er órór yfir einhverju sem hans nánustu glíma við. Hann ætti þó að ræða hlutina opinskátt við þann aðila sem að málinu kemur – og sem stendur honum næst, því að óvörum gæti hann búið yfir lausninni. Hann ætti ekki að hika, en fara gætilega að. Happatölur 11, 43, 27.

Bogmaðurinn hefur látið hugann reika og rifjað upp liðnar stundir. Einhverss taðar í hugróti hans finnst manneskja sem hann ætti að hafa samband við þó langt sé um liðið. Sú ákvörðun mun hafa afdrifaríkar afleiðingar til góðs, og snerta fleiri en hann sjálfan. Happatölur 15, 5, 90.

Steingeitin fagnar haustinu og þeirri ró sem það veitir. Nú er mál að núllstilla sig og finna innri ró í samræmi við það. Draga djúpt andann í fersku lofti og trúa því að heimurinn vilji manni vel. Ekki alltaf einblína á það slæma og ímynda sér óvini í öllum hornum. Happatölur 89, 88, 2.

Skylt efni: stjörnuspá

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...