Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hann tekur sig vel út, ökumaður traktorsins í sumarblíðunni.
Hann tekur sig vel út, ökumaður traktorsins í sumarblíðunni.
Menning 18. september 2023

Sumarið á Minjasafninu á Bustarfelli

„Sumarið er tíminn“ segir í ljóðinu. Það á við um Minjasafnið á Bustarfelli sem einungis er opið yfir sumarmánuðina.

Starfsemi sumarsins sem er að líða var hefðbundin; opið alla daga vikunnar og boðið upp á leiðsögn um gamla bæinn.

Í byrjun júlí var „Bustarfellsdagurinn“ haldinn hátíðlegur í 31. sinn. Þá lifnar bærinn við þegar fólk gengur í gömlu störfin. Þessi viðburður var hápunktur sumarsins, sem leið hratt með góðu starfsfólki á öllum aldri.

Fastasýning safnsins tekur alltaf einhverjum smábreytingum frá ári til árs og öðrum sýningum er skipt út reglulega. Þjónustuhús Bustarfells heitir „Hjáleigan“. Þar er einnig lítið kaffihús sem býður upp á úrvals bakkelsi, gott kaffi og listaverk á veggjum. Í sumar sýndi listakonan Sigrún Lara Shanko verk sín er bera titilinn „Landslag í draumi“. Við hlið gamla bæjarins er lítið dýragerði þar sem gestir hafa gaman af því að staldra við og klappa dýrunum.

Að sögn gesta sem skrifa svo fallegar umsagnir í gestabókina er Minjasafnið á Bustarfelli „dásamlegt“, kaffihúsið „frábært“ og að „friðsæld ríki í fögrum dal“.

Velkomin í heimsókn næsta sumar!

Skylt efni: söfnin í landinu

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...

Nælonsokkar, fallhlífar og hengirúm
Líf og starf 4. mars 2025

Nælonsokkar, fallhlífar og hengirúm

Í upphafi síðustu aldar, þegar félagslega varð ásættanlegt fyrir konur að sýna á...

Svala og Alli Íslandsmeistarar
Líf og starf 3. mars 2025

Svala og Alli Íslandsmeistarar

Í spili vikunnar sem kom upp á Masters-ofurmótinu í Hörpu í lok janúar skrifaði ...

Rokkað og rólað
Líf og starf 28. febrúar 2025

Rokkað og rólað

Rokkkór Húnaþings vestra er félagsskapur á þriðja tug íbúa Húnaþings undir stjór...

Næstum eins og flugvél
Líf og starf 27. febrúar 2025

Næstum eins og flugvél

Bændablaðið tók til prufu Boeing 737 Max-8 flughermi sem er notaður við þjálfun ...