Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mynd 1. Mat bænda á hlutfalli dauðfæddra kálfa hjá fyrsta kálfs kvígum á sínu búi ásamt rauntölum fyrir viðkomandi bú úr Huppu.
Mynd 1. Mat bænda á hlutfalli dauðfæddra kálfa hjá fyrsta kálfs kvígum á sínu búi ásamt rauntölum fyrir viðkomandi bú úr Huppu.
Á faglegum nótum 11. júlí 2020

Kálfadauði hjá fyrsta kálfs kvígum mun meiri á Íslandi en í Danmörku

Höfundur: Auður Ingimundardóttir og Ditte Clausen
Í gegnum árin hafa bændur verið vanir að missa eitthvað af kálfum undan kvígum og hefur það hugsanlega áhrif á hvort hugsað sé um kálfadauða sem eiginlegt vandamál. Landsmeðaltal dauðfæddra kálfa eða kálfa sem drepast í fæðingu hér á landi er 27%. Í löndunum í kringum okkur eru þessar tölur hins vegar mun lægri og má þar nefna að kálfadauði hjá fyrsta kálfs kvígum í Danmörku er tæp 7%. Þegar kálfarnir eru hins vegar komnir í heiminn eru um 2,8% kálfanna sem drepast fyrstu 180 dagana hér á landi en t.d. í Danmörku eru þær tölur hærri, eða 5,5%. 
 
Um miðjan apríl sendi RML út skoðanakönnun í Huppu til kúabænda á Íslandi þar sem kannað var viðhorf og upplifun bænda af kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum. Um 30% kúabænda svöruðu könnuninni og kunnum við þeim þakkir fyrir góða þátttöku. Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins og er könnunin fyrsti liður verkefnisins.
 
Kálfadauði hjá fyrsta kálfs kvígum 
 
Í könnuninni voru bændur meðal annars beðnir um að svara því hversu hátt þeir teldu hlutfall dauðfæddra kálfa vera hjá fyrsta kálfs kvígum á sínu búi og þeir beðnir um að meta hversu mikið vandamál kálfadauði væri á skalanum 0-10, þar sem 0 er ekkert vandamál og 10 er mjög mikið vandamál. 
 
Mynd 1 sýnir mat bænda á hlutfalli dauðfæddra kálfa hjá fyrsta kálfs kvígum á sínu búi ásamt rauntölum fyrir viðkomandi bú úr Huppu. Telja 36% þátttakenda að kálfadauði á þeirra búi sé á bilinu 0-10% og um 33% telja að hann sé milli 11-20%. Flestir bændur hafa svarað eftir tilfinningu en sumir hafa líklegast náð í rauntölur úr Huppu, sem má finna í frjósemisskýrslunni undir skýrslum. Þessi könnun sýnir hins vegar að rauntölur og tilfinning fara ekki alltaf saman, 14% bænda svöruðu því til að þeir teldu kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum á sínu búi vera á bilinu 21-30% en rauntölur sýna að 29% búa þátttakenda eru á því bili, það er því töluverður munur á rauntölum og tilfinningu. 
 
Það virðist ekki vera mikið samhengi milli hlutfalls dauðfæddra kálfa og þess sem bændur telja vandamál, þar sem aðeins um 8% bænda finnst kálfadauði hjá fyrsta kálfs kvígum vera mikið vandamál á meðan meirihluti bænda telur kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum ekki vera vandamál. Athyglisvert er að rauntölur úr Huppu sýna að kálfadauði hjá þátttakendum er frá 0-67% en að aðeins mjög fáum finnist það vera mikið vandamál. 
 
Mynd 2. Mat bænda á ástæðum kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum. Hægt var að merkja við fleiri en einn valmöguleika en meirihluti telur kálfana stóra við burð. 
 
 
Af hverju drepast kálfarnir?
 
Í könnuninni voru bændur spurðir um það af hverju þeir telja að kálfarnir fæðist dauðir eða drepist í fæðingu (sjá mynd 2). Hægt var að merkja við fleiri en einn valmöguleika en margir nýttu sér það, enda er frjósemi margþátta eiginleiki þar sem umhverfisáhrif eru mikil. Meirihluti, eða um 64% svarar því til að kálfurinn sé stór við burð og að það sé líklegasta orsök þess að kálfurinn fæðist dauður eða drepist í fæðingu. Þá segja 30% bænda að kvígurnar hafi verið fóðraðar rangt fyrir burð og 18% telja að kvígurnar séu of feitar við burð. 
 
Áhugavert er að 22% bænda telja líklegt að um vítamín-, stein- og snefilefnaskort sé að ræða hjá kvígum. Meirihluti bænda er með bætiefnafötur (60%) og saltsteina (48%). Hægt var að merkja við fleiri en einn valmöguleika og því kann að vera að sumir noti bæði saltsteina og bætiefnafötur. Það er í eðli kúa að mynda goggunarröð og getur það því haft áhrif á hvort allir gripir hafi sama aðgang að vítamín-, stein- og snefilefnum þegar það er gefið í bætiefnafötum og saltsteinum.
 
Heimsókn til bænda
 
Gerðar hafa verið viðamiklar rannsóknir á kálfadauða hjá íslenskum kúm, þar sem meðal annars hefur verið horft til lífeðlisfræðilegra þátta, þær hafa ekki leitt í ljós skýrar og óyggjandi ástæður kálfadauða. Í seinni hluta þessa verkefnis ætlar Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins að heimsækja um 30 bændur, til þess að skoða aðbúnað og fóðrun kvígna frá kynþroska að burði ásamt bústjórn, í þeim tilgangi að leita leiða til að lækka hlutfall dauðfæddra kálfa hjá fyrsta kálfs kvígum. 
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...