Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Horft til framtíðar
Af vettvangi Bændasamtakana 30. september 2024

Horft til framtíðar

Höfundur: Nanna Jónsdóttir, formaður fagráðs og deildar/félags hrossabænda.

Síðastliðið ár hefur deild/félag hrossabænda verið í samtali við matvælaráðuneytið um málefni hrossaræktarinnar sem hefur m.a. leitt til gildistöku nýrrar reglugerðar nr. 1006/2024 um þróunarfé í hrossarækt.

Nanna Jónsdóttir

Er nú auglýst í fyrsta sinn eftir umsóknum til styrktar hrossaræktar á Íslandi í gegnum umsóknarkerfið
Afurð. Vonumst við til þess að þetta fyrirkomulag sé komið til að vera.

Samhliða þessum breytingum verður Stofnverndarsjóður lagður niður í lok árs en innheimta í Stofnverndarsjóð hefur verið í lausu lofti síðastliðin ár. Eftirstöðvar sjóðsins eru áætlaðar um 70 millj. kr. og erum við að gera ráð fyrir að þær fari mestmegnis í uppfærslu á Worldfeng og/eða önnur verkefni sem fagráð telur aðkallandi fyrir íslenska hrossarækt. Worldfengur er að sjálfsögðu okkur mjög ofarlega í huga og í forgangi. Þess vegna er mikilvægt að verk- og kostnaðaráætlun liggi fyrir sem fyrst vegna uppfærslu á Worldfeng ásamt því að stjórn Worldfengs skili af sér niðurstöðum þarfagreiningar sem hún hefur unnið að síðustu ár. Einnig mun stjórn deildar/félags hrossabænda fara yfir málefni Worldfengs hér innanlands og hvernig þeim verður best fyrir komið til framtíðar.

Það er fagnaðarefni að hrossaræktin er nú komin undir þróunarfé búgreina og munum við nýta næstu tvö ár til frekara samtals við matvælaráðuneytið um málefni íslenska hestsins. Fróðlegt verður að sjá hver eftirspurn og þörf fyrir þróunarfé í hrossarækt verður en afar mikilvægt er fyrir okkur að fá yfirsýn yfir það fyrir næstu samninga um þróunarfé, sem verða árið 2026. En það er alveg ljóst að mörg og brýn rannsóknarverkefni liggja fyrir í íslenskri hrossarækt.

Ég tel því gríðarleg sóknarfæri vera í kringum verkefni hestsins. Auka þarf skilvirkni og skýra línur, tryggja til framtíðar að málefni íslenska hestsins séu á borðum þeirra sem eru kjörnir af greininni hverju sinni. Matvælaráðuneytinu vil ég þakka sérstaklega fyrir gott samstarf og hlakka til frekara samtals.

Ég hvet alla sem vinna að verkefnum sem auka þekkingu á hrossarækt, íslenska hrossastofninum og stuðla að góðri velferð hestsins til að sækja um þróunarfé í gegnum afurd.is. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk.

Skylt efni: Hrossarækt

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar
Lesendarýni 13. mars 2025

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar

Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í na...

Áhættumat erfðablöndunar – hvað næst?
Lesendarýni 12. mars 2025

Áhættumat erfðablöndunar – hvað næst?

Í þessari grein er fjallað um blöndun á eldislaxi við villtan lax sem gerist þeg...

Kýrlaus varla bjargast bær
Lesendarýni 12. mars 2025

Kýrlaus varla bjargast bær

Í síðasta Bændablaði birtu Baldur Helgi Benjamínsson og Jón Viðar Jónmundsson ág...

Um áveitur og endurheimt mýra
Lesendarýni 11. mars 2025

Um áveitur og endurheimt mýra

Nýverið gekk ég yfir götuna á Hvanneyri og heimsótti Bjarna Guðmundsson, fyrrver...

Heilbrigð umgjörð um íslenskan landbúnað
Lesendarýni 10. mars 2025

Heilbrigð umgjörð um íslenskan landbúnað

Fyrsta kjördæmavika á nýju kjörtímabili er nýliðin. Við í Viðreisn ákváðum að ha...

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
Lesendarýni 28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Í fyrri grein undirritaðs í blaðinu frá 19. des. sl. „Loftslagsmál og orka“ er f...

Sveit í sókn, 150% fjölgun á 15 árum
Lesendarýni 27. febrúar 2025

Sveit í sókn, 150% fjölgun á 15 árum

Í Öræfum blómstrar fjölbreytt samfélag í sveit sem löngum var ein einangraðasta ...

Hvernig nýtir Noregur heimildir til tollahækkana til að framfylgja landbúnaðarstefnu sinni?
Lesendarýni 26. febrúar 2025

Hvernig nýtir Noregur heimildir til tollahækkana til að framfylgja landbúnaðarstefnu sinni?

Norsk landbúnaðar stefna byggir á fjórum meginstoðum: (1) fæðuöryggi, (2) landbú...