Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Verðandi hestamenn á reiðnámskeiði í Reykjavík.
Verðandi hestamenn á reiðnámskeiði í Reykjavík.
Mynd / Hkr.
Lesendarýni 15. desember 2015

Er hrossarækt búfjárrækt eða ekki?

Höfundur: Páll Stefánsson, dýralæknir
Þegar markmiðslýsing ræktunarstefnu um íslenska hestinn er skoðuð hljóðar fyrsta setningin svona: „Heilbrigði, frjósemi, ending. Hið opinbera ræktunarmark miðar að því að rækta heilbrigðan, frjósaman og endingargóðan hest – hraustan íslenskan hest. „ Göfugt markmið og áreiðanlega allir sammála um að þetta sé rétt stefna. 
 
Sjálfur er ég mikill áhugamaður um búfjárrækt almennt, hvort sem við kemur hrossum, sauðfé, kúm, hundum, hænum, svínum eða hverri annarri dýrategund.  Almennt finnst mér búfjárrækt göfugt markmið allra þeirra sem dýrahald stunda.  Ræktun er fólki í blóð borin hvort sem er í dýra- eða jurtaríki og er unun oft að sjá hversu mikla alúð fólk leggur í sín ræktunarverk.
 
Fyrir rúmum 20 árum síðan  fluttti ég í ræðu og ritum varnaðarorð til íslenskrar hrossaræktar  um að viðhalda yrði frjósemi íslenska hestsins.  Þá voru uppi hættumerki um stóðhesta sem ekki voru nógu frjósamir með tilliti til sæðisgæða.  Þær viðvaranir voru byggðar á rannsóknum sem gerðar voru á sæðisgæðum vinsælla hesta þess tíma.
 
Allir voru sammála um að þennan eiginleika íslenska hestsins yrði að varðveita en forsvarsmönnum hrossaræktarinnar hefur enn í dag ekki auðnast sú sýn að snúa vörn í sókn.  Á  hverju ári bætast stóðhestar í hóp ræktunarhesta sem eru illa frjóir og jafnvel getulausir til framræktunar. Sumir þessara hesta eru hæst dæmdu kynbótagripr íslenskrar hrossaræktar og eigendur hryssna flykkjast í stríðum straumum um að komast undir þá með með sína bestu gripi.  Vonbrigði hryssueigendanna birtast mér í mínu starfi á hverjum degi þegar hryssurnar reynast tómar efir að hafa gengið með þessum hátt dæmdu hestum, jafnvel allt sumarið.
 
Hugsum aðeins og spyrjum okkur hvort við séum á réttri braut.  Hvað segja komandi kynslóðir um verk okkar samtíma ef við höldum svona áfram. Mín skoðun er sú að sagt verði, hvaða kjánar voru þarna við völd.  Ef við gerum ekki strangari kröfur um frjósemi en nú eru viðhafðar í dag þá getum við gleymt því að íslenski hesturinn verði talinn frjósamur í framtíðnni.  Hnignun frjóseminnar er staðreynd sem löngu er hafin og við verðum að gera eitthvað í málinu.
 
Þá spyrja menn hvað skal gera.  Nokkuð er síðan að kynbótageirinn hóf skoðun á eistum hesta sem koma til dóms.  Þetta var stórt skref í rétta átt því þar eru gerðar mælingar á stærð og ummáli eistna, en vísindaleg staðreynd liggur fyrir um hlutfall stærðar og stinnleika eistna í samhenginu sæðismagn og -gæði.  Þeir hestar sem hafa stærstu og stinnustu eistun eru líklegastir til að vera með mestu og bestu sæðisgæðin. Þetta er gott viðmið sem við eigum að halda betur á lofti en gert hefur verið en það dugar ekki til og tel ég kröfurnar um lágmörk þessara mælinga af rúmar. Einnig finnst mér það alveg út í hött að t.d. eineystungar skuli ekki hreinlega vera útilokaðir frá ræktun. Þar á ekki að vera um neytt neytendaval að ræða heldur verður þar forsjárhyggja að ráða. 
 
Mín skoðun er sú að við stöndum á þeim tímamótum að nauðsynlegt sé að taka sæðisprufur úr þeim hestum sem hátt eru dæmdir til kynbótadóms og upplýsa þannig ræktendur um sæðisgæði hestanna.  Neytendur þjónustunnar (hryssueigendur) eiga fullan rétt á að vita hvort hestar eru í lagi með tilliti til sæðisgæða alveg eins og hvort þeir séu með spatt  eða ekki, jafnvel fremur.  Tækni til sæðistöku og nákvæmrar greiningar á sæðisgæðum er til staðar í landinu og ætti að nýta til opinberrar birtingar.
Enn í dag er ekki til neinn staðall um lágmarkskröfur sæðismagns  og  -gæða íslenska hestsins.  Út frá öllum þeim upplýsingum sem við eigum um fjölda íslenskra stóðhesta í gegnum tíðina væri það þó ekki mikið mál.  Það er til mikið  magn upplýsinga bæði hérlendis og erlendis á þessu sviði og tel ég það löngu tímabært að setja slíkar lágmarkskröfur. Kröfurnar yrði einnig að byggja á lágmarkskröfum annarra sambærilegra smáhestakynja í heiminum en víðast hvar eru menn langt á undan okkur í þessum málum. 
Hestar sem notaðir eru til sæðinga verða að vera úrvals sæðisgjafar, annað er ekki ásættanlegt.  Ef nota á stóðhest í sæðingum þá skulu lágmarkskröfur hans vera þær að sæði hans sé það gott og mikið að kynlöngun sé minni en kyngeta.  Tölulega séð þá á að vera hægt að skipta daglegum sæðisskammti þess hests í að lágmarki  6–8 hryssur (helst meira). Með því er átt við að gæði sæðisins séu með þeim hætti að sæðisgjöf hestsins geti fyljað mun fleiri hryssur en hann  sjálfur getur annað undir venjulegum kringumstæðum.  
 
Fyrr á árum þegar hrossaræktarfélög- og – sambönd áttu flesta stóðhestana og leigðu girðingar undir þá voru menn búnir að komast að ákveðnum reynsluniðurstöðum um frjósemisárangur hestanna.  25 hryssur (alls ekki fleiri) voru settar í hólf með hesti í 4–6 vikur og þá varð niðurstaðan alla jafna 70–80 % fyljun.  Á tímabilinu var ekkert hreyft við hólfunum. Hestarnir voru í  góðum haga og næði með hópinnn og sinntu sínu hlutverki. 
 
Nú í dag eru menn jafnvel að setja 40–60 hryssur í hólf með hestum til að sinna eftirspurn.  Þetta tel ég rangt og hreinlega vörusvik við kaupendur þjónustunnar. Því til rökstuðnings vil ég minna á eðli hestsins sem hjarðdýrs á gresjum heimsins  þar sem fjölskyldur villtra hesta eru aldrei stærri en 6–8 hryssur með folöldum og afkomendum.  Það er ekki í eðli stóðhests að geta haldið utan um hóp hryssna sem telja 40–60 stk. auk folalda.   Ég er nokkuð viss um að reynslubanki gömlu hrossaræktarsambandanna með 25 hryssur að hámarki í hólfi með stóðhesti var ekki nein tilviljun heldur var hún byggð á áralöngum tölum um hlutfall fæddra folalda og geldra hryssna ári eftir að hestarnir voru notaðir.  Menn stunduðu ekki neinar markvissar fangskoðanir þá og ekki var sónartæknin komin. 
 
Aftur að inntaki og titli minnar greinar.  Er hrossarækt búfjárrækt eða ekki?  Í allri búfjárrækt, einnig í hrossarækt,  er frumskilyrði að kynbótagripir séu heilbrigðir með tilliti til frjósemi og má hvergi slaka á þeim kröfum.  Hvort stóðhestarnir eru með frábæra byggingu út frá fagurfræðilegu sjónarmiði, þeir séu með fótlyftu sem heilli hvern mann og geti tölt eða skeiðað á svo ótrúlegan hátt að menn hafi aldrei séð annað eins skiptir ekki máli ef þeir eru ekki frjóir. 
 
Sú staðreynd blasir við að  nokkrir af hæst dæmdu stóðhestum nútímans eru ekki að standa sig í frjósemi og það er ekki í lagi.
 
Páll Stefánsson, dýralæknir.

Skylt efni: Hrossarækt

Öflug innlend matvælaframleiðsla
Lesendarýni 22. nóvember 2024

Öflug innlend matvælaframleiðsla

Kosningar í lok þessa mánaðar munu ekki einungis skera úr um hverjir sitja á Alþ...

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...