Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Framtíð Bændasamtaka Íslands
Lesendarýni 19. febrúar 2015

Framtíð Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Bjarni Ásgeirsson bóndi, Ásgarði Dalasýslu
Um síðustu áramót voru 20 ár liðin frá því að Búnaðarfélag Íslands og Stéttarsamband bænda sameinuðust. Á Búnaðarþingi sem haldið var í mars 1995 var nýja félaginu valið nafnið Bændasamtök Íslands. Meginmarkmiðin með sameiningunni voru að gera félagskerfi bænda einfaldara og skilvirkara og efla samtakamátt bænda. 
 
Starfsemi samtakanna var fjölþætt og lengst af hefur stjórn þeirra unnið að þeim markmiðum sem sett voru í upphafi en á síðustu árum hefur hún fjarlægst þau. Í staðinn hafa ráðið þar sjónarmið sem ekki eru til þess fallin að efla Bændasamtök Íslands.
 
Hinn 1. janúar 2013 var leiðbeiningaþjónusta BÍ og búnaðarsambandanna sameinuð í einkahlutafélag sem heitir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Sú sameining varð kostnaðarsöm en vonandi leiðir hún til öflugrar leiðbeiningaþjónustu. Leiðbeiningaþjónustan var í réttum farvegi og óþarfi að gera svo róttækar breytingar á henni. Breytingin hefur neikvæð áhrif á félagskerfið því bæði búnaðarsamböndin og BÍ hafa færri verkefni og minni starfsemi en þau höfðu.
 
Á Búnaðarþingi 2014 var samþykkt ályktun sem heimilar stjórn BÍ að stofna einkahlutafélag um rekstur og eignir Nautastöðvar BÍ. Einnig heimilaði þingið stjórn BÍ að selja eignarhlut í félaginu til aðildarfélaga samtakanna. Um framgang  ályktunarinnar má lesa í fundargerðum stjórnar BÍ og  fundargerðum stjórnar LK. Samkvæmt því sem þar kemur fram þá hefur stjórn BÍ ekki stofnað einkahlutafélag eins og ályktunin gerir ráð fyrir. Þrátt fyrir það ætlar hún að selja meirihlutann af eignum og rekstri Nautastöðvarinnar til félags sem Landssamband kúabænda hefur stofnað, ef Búnaðarþing samþykkir það. 
 
Meðferð þessa máls er vandræðaleg fyrir stjórnir BÍ og LK meðal annars vegna þess að Guðný Helga Björnsdóttir á sæti bæði í stjórn BÍ og stjórn LK og er þess vegna vanhæf til að fjalla um málið.
Það má síðan öllum sem til þekkja vera ljóst að stjórn LK vill að leiðbeiningaþjónusta og kynbótastarf í nautgriparækt flytjist til Landssambands kúabænda. Í málflutningi þeirra kemur einnig fram að stefnt sé á innflutning erlends kúakyns. Það er fátt sem mælir með því að BÍ selji  eignir og rekstur Nautastöðvar BÍ til Landsambands kúabænda enda jafngildir það stuðningi við framangreind atriði.
 
Félagskerfi landbúnaðarins var til umfjöllunar á Búnaðarþingi 2014 og um það var ályktað. Markmið ályktunarinnar var að finna leiðir til að fjármagna samtök bænda og koma með tillögur að fulltrúafjölda einstakra aðildarfélaga á Búnaðarþingi. Til að vinna að framgangi málsins var skipaður vinnuhópur. Í ályktun Búnaðarþings segir að tillögur vinnuhópsins skuli kynntar bændum og aðildarfélögum BÍ fyrir lok október 2014 og lagðar fyrir Búnaðarþing 2015.
 
Tillögur vinnuhópsins voru kynntar á fundi formanna aðildarfélaga BÍ þann 25. nóvember sl. Um þær þarf ekki að hafa mörg orð því þær eru ónothæfar og til þess eins fallnar að valda togstreitu og deilum. Verði þær samþykktar gæti það orðið banabiti Bændasamtaka Íslands.
 
Ég fer fram á að tillögur vinnuhópsins verði birtar sem fyrst í Bændablaðinu svo bændur geti kynnt sér efni þeirra.
Flekkur kom úr langferð á jólaföstu
Lesendarýni 27. desember 2024

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu

Hér á bæ fæddist svartflekkóttur lambhrútur 14. maí 2021, fremur smár tvílembing...

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....