Um 50–75% Íslendinga eru með of lítið af D-vítamíni í blóði
Embætti landlæknis og Rannsóknastofa í næringarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands kynntu þann 10. mars síðastliðinn niðurstöður könnunar um mataræði Íslendinga sem gerð var á árunum 2019-2021. Þar kemur fram að neysla flestra vítamína og steinefna er að meðaltali yfir ráðlögðum dagskammti (RDS), nema á D-vítamíni, fólati og joði...