Tjaldfjós með trjákurli
Hönnun fjósa hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratugum en frekar litlar breytingar hafa þó orðið á því hvernig fjósin eru byggð. Langoftast hafa fjós bæði hér á landi og víða í norðurhluta Evrópu verið annaðhvort staðsteypt eða einhvers konar form af yleiningahúsum og þá oftast annaðhvort límtrés- eða stálgrindahús.