Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Róbert Örn Jónsson og Annika Webert fyrir miðri mynd, ásamt Arnari Bjarna Eiríkssyni, eiganda Landstólpa, og Sævari Erni Gíslasyni, sölustjóra mannvirkjasviðs fyrirtækisins, eftir undirritun samningsins um nýja fjósið.
Róbert Örn Jónsson og Annika Webert fyrir miðri mynd, ásamt Arnari Bjarna Eiríkssyni, eiganda Landstólpa, og Sævari Erni Gíslasyni, sölustjóra mannvirkjasviðs fyrirtækisins, eftir undirritun samningsins um nýja fjósið.
Fréttir 12. ágúst 2019

Nýtt tólf hundruð fermetra fjós byggt í Réttarholti í Skagafirði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ábúendurnir á bænum Réttarholti, sem er  í Akrahreppi í Skagafirði, komu nýlega til Arnars Bjarna Eiríkssonar og hans starfsfólks hjá Landstólpa í Skeiða- og Gnúp­verjahreppi og skrifuðu undir samning um kaup og byggingu á tólf hundruð fermetra fjósi.
 
Húsið verður stálgrindarhús  með haughúsi undir og í því verður pláss fyrir 80 kýr, (mjólkandi og geldkýr), burðarstíur og aðstaða fyrir kálfa á mjólkurskeiðinu. 
 
Mjaltaþjónn frá GEA
 
Eldra fjós verður nýtt undir uppeldi. Í byrjun er einn mjaltaþjónn en gert ráð fyrir öðrum ef aðstæður bjóða upp á það í fyllingu tímans. Mjaltaþjónninn ásamt tilheyrandi búnaði, innréttingar og gjafakerfið kemur frá GEA og  Lífland sér um að útvega loftræstikerfi frá Big Dutchman. 
 
Stefnt er að því að fjósið verði tilbúið í febrúar 2020 
 
„Við erum með kúabú með tæpar 60 kýr og nokkur hross. Árið 2004 var básafjósi ásamt þurrheyshlöðu breytt í lausagöngufjós með mjaltabás, en nú er kominn tími á betri aðstöðu fyrir menn og þá aðallega kýr og kálfa,“ segir Róbert Örn Jónsson bóndi en hann er fæddur og uppalinn á bænum og er fimmti ættliður sem býr í Réttarholti. „Ég kom alfarið í búskapinn eftir búfræðinám 2001. Ég kynntist svo Anniku Webert og kom hún í búskapinn 2005 og höfum búið á móti foreldrum mínum síðan og með árunum höfum við verið að taka við búinu,“ bætir Róbert við. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...