Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nýja fjósið á bænum Sigtúnum í Eyjafjarðarsveit.
Nýja fjósið á bænum Sigtúnum í Eyjafjarðarsveit.
Mynd / KG
Fréttir 18. ágúst 2016

Nýtt glæsilegt hátæknifjós að Sigtúnum

Höfundur: Kristján Gunnarsson
Fyrir skömmu var tekið í notkun nýtt glæsilegt fjós á bænum Sigtúnum í Eyjafjarðarsveit. Þar búa hjónin Sigurgeir Pálsson og Jórunn Agnarsdóttur, sem alltaf er kölluð Lóa.
 
Jórunn Agnarsdóttir og
Sigurgeir Pálsson.
Þau Sigurgeir og Lóa keyptu jörðina Sigtún árið 1980 af Kristjáni Bjarnasyni og Mekkin Guðnadóttur og hófu fljótlega að stækka búið og rækta meira land, en í gamla fjósinu voru mjólkaðar um ríflega 40 kýr og hefur búskapur og afurðir verið með ágætum alla tíð og mjólk frá búinu ætíð verið af hæsta gæðastaðli.
 
Á síðasta ári framleiddu Sigtúna­bændur 260 þúsund lítra af mjólk en mjólkað var með brautakerfi í gamla fjósinu.
 
Í nýja fjósinu, sem er með glæsilegri fjósum, er öll fáanleg tækni nýtt og þægindi kúa og annarra fjósgripa var höfð í forgangi, auk þæginda ábúenda við mjaltir, hirðingu og gjöf.
 
911 fermetra fjós
 
Nýja fjósið í Sigtúnum er um 911 m2 að gólffleti með haughúsi undir öllu og er það mikill munur þegar hugmyndin er að nota mykjuþjark til þrifa á gönguleiðum en það er sú aðferð við mykjuþrif sem reynst hefur best með tilliti til hreinna gripa. 
 
Alls 73 legubásar eru í fjósinu og auk þess nokkrar stíur fyrir smákálfa, burðarstíur og sjúkrarými auk annars búnaðar sem óþarft er upp að telja og stefnan er sett á að 60–65 kýr verði að meðaltali mjólkaðar í nýja fjósinu og eru þegar orðnar 55.
 
Sigurgeir og Lóa ákváðu að steypa upp fjósveggina í stað þess að nota yleiningar eins og algengast er um þessar mundir og er nýja Sigtúnsfjósið því endingarbetra og traustara fyrir vikið.
 
Í nýja fjósinu er Delaval-mjaltaþjónn af nýjustu útfærslu með stýrihliðum og þá má sjá uppáhald allra kúa, nýja sjálfvirka Delaval-kúaburstann sem er áberandi þegar litið er yfir fjósið.
 
Opnanlegur þakgluggi er á fjósinu og loftinntakslúgur á báðum hliðarveggjum sem tryggir góð loftskipti í fjósinu.
 
Þá eru öll ljós í fjósinu sk. Led-ljós (díóðulýsing) og er það frábær lýsing þegar hugsað er um ljósmagn, rafmagnseyðslu, endingu og truflun á gripi, og þessi tegund lýsingar gengur „köld“ og er af kunnáttumönnum talin hafa yfirburði á öllum sviðum þegar hugsað er til rekstrarþátta og endingar.
 
Vel lukkuð vígsluhátíð
 
Um miðjan júlímánuð buðu Sigurgeir og Lóa sveitungum og vinum til vígsluhátíðar í tilefni fjósbyggingarinnar og var fjölmennt. Ekki vantaði höfðinglegar móttökur, veitingar vel úti látnar í mat og drykk að hætti Sigtúnshjóna.
 
Nú þegar þetta er ritað er búið að mjólka í nýja fjósinu í um fjórar vikur og hefur allt gengið ótrúlega vel og kýrnar voru fljótar að samþykkja mjaltaþjóninn enda skynsamar og greinilega nýjungagjarnar og ekki þarf lengur að sækja nokkurn grip til mjalta.
 

Skylt efni: fjósbygging

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...