Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Horft til suðurs og yfir fjósið í Gunnbjarnarholti. Viðbyggingin verður hægra megin við fjósið, þar sem á myndinni mótar fyrir miklum haug.
Horft til suðurs og yfir fjósið í Gunnbjarnarholti. Viðbyggingin verður hægra megin við fjósið, þar sem á myndinni mótar fyrir miklum haug.
Mynd / smh
Fréttir 15. apríl 2015

Framkvæmdir við 240 kúa fjósbyggingu að hefjast - myndskeið

Höfundur: smh
„Þetta er í raun viðbygging við það fjós sem fyrir er – þó hún verði auðvitað talsvert stærri en gamla fjósið. Ég sótti um að fá að reisa fjósið í fyrra, en þurfti að fara með framkvæmdina í deiliskipulag og því frestaðist hún um ár, má segja,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, bóndi og húsasmíðameistari í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 
 

 

Þegar blaðamaður náði tali af honum var hann á leið í fimm daga ferð til Hollands – með íslenskum kúabændum – á námskeið um fjósbyggingar, en að sögn Arnars má margt læra af Hollendingum um fjósbyggingar. Hann á og rekur Landstólpa sem sérhæfir sig meðal annars í fjósbyggingum fyrir bændur. „Það var bara svo mikið að gera hjá mér síðasta sumar að ég komst ekki til þess að byrja þá og þar fyrir utan var hönnunin kannski ekki alveg tilbúin. Ég reikna hins vegar með að byrja að moka fyrir fjósinu þegar ég kem heim úr ferðinni til Hollands. Þessi framkvæmd á sér nokkuð langan aðdraganda – en þar sem maður vill vera sjálfur að mestu með puttana í þessu þá hefur þetta tekið þennan tíma. Það kannski tafði ferlið líka aðeins að ég fór í heilmikla könnun á því hvort það væri hagkvæmt að nýta metangasið frá fjósinu. Það kemur svo í ljós að það myndi ekki vera afgerandi ávinningur af því þannig að ég læt það liggja milli hluta í bili. Hönnunin á fjósinu er hins vegar þannig að ég held þessum möguleika opnum, ef það lítur þannig út að þetta verður vænlegt í framtíðinni. Okkar niðurstaða var sú að stærðin á fjósunum þarf að vera svo gríðarleg til að eitthvað væri upp úr því að hafa.“
 
Mikil áhersla á rýmisþarfir
 
„Ég legg gríðarlega mikla áherslu á allar rýmisþarfir í hönnuninni á byggingunni. Það verður því mjög rúmt á öllum gripum. Heildarstærð á grunnfleti verður um 4.500 fermetrar og að hámarki verða þar 240 mjólkandi kýr og fjórir mjaltarþjónar til að þjóna þeim. Það er ekkert leyndarmál að fyrirmyndin er fengin frá Hollendingum. Við hugsum þetta fjós sem ársstarf fyrir konu og karl í koti sínu.
 
Arnar Bjarni við suðurgaflinn á gamla fjósinu.
Við höfum lagt mjög mikið upp úr því í hönnuninni að sem allra flestir þættir í fjósinu séu á færi einnar manneskju. Við verðum með svokallaðan velferðargang sem er þannig að kýrnar ganga alveg sér fyrst eftir burð. Þær eiga miklu meiri möguleika á að komast klakklaust gegnum burð ef þær eru hafðar á stóru hálmsvæði, geta farið í mjaltir og svo aftur inn á hálmsvæðið. Við spáðum svo talsvert í fóðurkerfin, en enduðum á að fara í sjálfvirkt heilfóðurkerfi.“
 
Farsæll kúabúskapur
 
Kúabúskapurinn gengur vel í Gunnbjarnarholti hjá þeim Arnari og Berglindi Bjarnadóttur, konu hans, og er búið jafnan ofarlega á árslistum um afurðahæstu búin í niðurstöðum skýrsluhalds nautgriparæktarinnar. „Já, það hefur gengið sérstaklega vel þessi síðustu 6–7 ár en það eru um 25 ár síðan við byrjuðum í þessu,“ segir Arnar Bjarni, sem reiknaði með að byrja fjótlega að moka fyrir nýja fjósinu.

12 myndir:

Skylt efni: fjósbygging | kúabú

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...